Innlent

Á flótta með fíkniefni

Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum. Við frekari eftirgrenslan fannst lítilræði af fíkniefnum í bifreiðinni og viðurkenndi þá árásarmaðurinn að eiga það. Að sögn lögreglunar í Kelfavík voru talsverðir áverkar á báðum ofbeldismönnunum en þeir deildu hart um það hvor væri árásarmaðurinn og hvor fórnarlambið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×