Fleiri fréttir Hækkun leikskólagjalda samþykkt Leikskólagjöld hækka um allt að 42 prósent um áramótin hjá fólki í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi. Borgaryfirvöld samþykktu í gær að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. 11.11.2004 00:01 Kabúlflugvöllur úr okkar umsjá Davíð Oddsson utanríkisráðherra ræddi stöðu og horfur í heiminum á Alþingi í gær. Margt bar þar á góma, til dæmis varnarsamstarfið við Bandaríkin, málefni íslensku friðargæslunnar og ástandið í Írak. 11.11.2004 00:01 Lög sett á verkfallið Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. 11.11.2004 00:01 Segir ummælin ekki misvísandi Félagsmálaráðuneytið vísar á bug að ummæli félagsmálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunnar um meðferðarheimilið á Torfastöðum séu misvísandi, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. 11.11.2004 00:01 Árekstur á miðri brú Árekstur varð á miðri brúnni yfir Tungnaá skammt frá Hrauneyjum í gærdag. Glerhált var og náðu ökumenn bílanna sem komu úr gagnstæðri átt ekki að stöðva áður en bílarnir lentu saman að sögn Lögreglunnar á Hvolsvelli. 11.11.2004 00:01 Síbrotamaður í fangelsi Hæstiréttur mildaði þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni í tveggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir hylmingu, níu þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot. 11.11.2004 00:01 Sýknaður af innbroti Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar. 11.11.2004 00:01 Hæstiréttur lækkar bætur Hæstiréttur lækkaði slysabætur til ungrar konu, vegna miska sem hún hlaut í bílslysi árið 1998, vegna ölvunar ökumannsins. Ökumaðurinn, sem var kærasti konunnar, lést í slysinu. Áfengismagn í blóði hans reyndist vera 2,15 prómill. 11.11.2004 00:01 Skilorð fyrir hnefahögg Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri. Maðurinn var fundinn sekur um að slá annan mann hnefahöggi í andlitið. 11.11.2004 00:01 Spenntu upp spilakassa Nokkuð hefur verið um innbrot á Akureyri að undanförnu. Í fyrrinótt var brotist inn í tvö fyrirtæki í bænum, Bónusvideo við Geislagötu og tölvufyrirtækið Skrín við Furuvelli. 11.11.2004 00:01 Fangelsi fyrir fjársvik Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vörur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslukorti sem hún átti ekki. 11.11.2004 00:01 Viðskiptalífið hafi lært lexíu Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. 11.11.2004 00:01 Félögin bera siðferðislega ábyrgð Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. 11.11.2004 00:01 Kennaradeilan í gerðardóm Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. 11.11.2004 00:01 Getum ekki samþykkt gerðardóm "Við erum ekki að bíða eftir lögum á verkfall kennara en á þessum tímapunkti gerist ekki neitt á meðan ríkisstjórnin tekur ákvörðun um lagasetningu," segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna. 11.11.2004 00:01 Þekkingarleysi á skólastarfi "Ef það verður niðurstaðan að ríkisstjórnin fer í lagasetningu þá munu þeir væntanlega keyra hana í gegn um helgina með það að markmiði að opna skólana á mánudaginn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. 11.11.2004 00:01 Koma ekki að kennaradeilunni "Við eigum enga aðkomu og ekkert tilefni til að eiga aðkomu að kennaradeilunni. Það er viðfangsefni samningsaðila," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. 11.11.2004 00:01 Skipbrot viðræðna "Það kann að vera að ef menn geti einhverntímann haft skilning á lagasetningu þá séu þær aðstæður uppi," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 11.11.2004 00:01 Ríkið greiði kostnað við lagasetningu "Því miður sýnist mér allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli að enda málið með því að setja lög á deilu kennara og sveitarfélaganna. Það þykir mér sorgleg niðurstaða af því að lög leysa ekki vandann til frambúðar," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. 11.11.2004 00:01 Lausn til framtíðar Heimili og skóli - landssamtök foreldra gera sér grein fyrir að nauðsynlegt geti orðið að setja lög á verkfall kennara, segir Elín Thorarensen framkvæmdastjóri. 11.11.2004 00:01 Hundrað glæpa konan dæmd aftur Guðrún Halldóra Valsdóttir var dæmd í gær í fimm mánaða fangelsi fyrir 27 glæpi sem hún framdi fyrr á árinu. Guðrún framdi glæpina stuttu eftir að hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir 118 glæpi. Guðrún situr nú þegar í fangelsi í Kópavogi. "Það er búið að bjarga lífi mínu að vera hér, það er alveg frábært," segir hún. 11.11.2004 00:01 Íslendingar þjálfi Íraka Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að verið sé að kanna hvort íslenskir sprengjuleitarmenn geti komið að þjálfun öryggisveita í Írak. Hann segist vonast til þess að viðræður hans og Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á þriðjudaginn í næstu viku verði til þess að létta þeirri óvissu sem hafi verið um varnarmálin. 11.11.2004 00:01 Framkvæmdin í höndum ráðherra Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd samkeppnislaga en í umboði hans annast samkeppnisráð, Samkeppnisstofnun og áfrýjunarnefnd samkeppnismála daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. 11.11.2004 00:01 Stríðsöxinni sökkt Fyrrverandi skipverjar varðskipsins Týs og bresku freigátunnar Falmouth, sem börðust hatrammlega í íslenskri lögsögu fyrir nær 30 árum, drukku kaffi um borð í Tý í dag. Gamlir tímar voru rifjaðir upp í varðskipinu, í sátt og samlyndi. 11.11.2004 00:01 Heineken varar við ofdrykkju Viðvörunarmiðar, sem vara við áhrifum of mikillar drykkju áfengis, verða innan árs komnir á allar umbúðir Heineken, að því fram kemur á fréttavef BBC. Að sögn Eggerts Ísdal munu þessar viðvaranir einnig birtast íslenskum neytendum. 11.11.2004 00:01 Lagasetning ekki til umræðu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að lagasetning hafi ekki verið til umræðu þegar kennaradeilan var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór benti á að það væri fundur hjá sáttasemjara í dag: "Við verðum að bíða og sjá hvað gerist þar og hvort deiluaðilar sjá ekki flöt á því að leysa þessa deilu." 10.11.2004 00:01 Framsókn vill óháðan borgarstjóra Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar. 10.11.2004 00:01 Óvissa um arftaka Þórólfs R-listinn varpaði öndinni léttar við afsögn Þórólfs Árnasonar í gær. Hver höndin virðist hins vegar upp á móti annari um næsta borgarstjóra. 10.11.2004 00:01 Frábær niðurstaða segir Össur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðu fylgiskönnunar Fréttablaðsins "frábæra" fyrir flokkinn. "Ég bjóst satt að segja við því að vandræðagangurinn á R-listanum myndi hafa áhrif á fylgi flokksins." 10.11.2004 00:01 Framsókn of hógvær segir Hjálmar Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, bendir á að fáir taki afstöðu í könnun Fréttablaðsins. "Reynsla okkar framsóknarmanna er að við eigum mikið inni. Flokksmenn eru hógværir og gefa stundum ekki upp afstöðu sína." 10.11.2004 00:01 Vonbrigði fyrir sjálfstæðismenn Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgi flokksins í könnun Fréttablaðsins valdi talsverðum vonbrigðum. 10.11.2004 00:01 Frjálslynda vantar sýnileika "Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, en samkvæmt skoðanakönnun blaðsins fengi flokkurinn 3,1 prósent fylgi og tvo menn kjörna. 10.11.2004 00:01 Þægilegar slóðir "Þetta eru náttúrlega prýðilegar tölur og í samræmi við aðrar tölur að undanförnu," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. 10.11.2004 00:01 Borgarfulltrúi verði borgarstjóri Ágreiningur virðist vera að rísa innan R-listans í Reykjavík um hver skuli verða eftirmaður Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem sagði af sér í gær og lætur af störfum um næstu mánaðamót. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáir því að nýr borgarstjóri komi úr röðum núverandi borgarfulltrúa. 10.11.2004 00:01 Þráðurinn tekinn upp að nýju Samningamenn kennara og sveitarfélaga koma saman klukkan tíu til fyrsta fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu sáttatillögu hans í atkvæðagreiðslu. Mikið ber enn í milli krafna kennara og þess sem sveitarfélögin eru tilbúin til að bjóða. 10.11.2004 00:01 Bílvelta við Húnaver Kona slasaðist þegar bíll hennar valt í brekkunni ofan við Húnaver í Vatnsskarði í gærkvöldi og var hún flutt á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hennar. Annar sem var í bílnum slapp ómeiddur en bíllinn var það mikið skemmdur að beita þurfti klippum til að ná konunni út. Hálka var á veginum þegar slysið varð. 10.11.2004 00:01 Varpa grun á alla karlmenn Auglýsingar sem segja kynferðisofbeldi gegn börnum tíðkast á næstum öllum heimilum varpa grun á alla karlmenn, að mati formanns Félags ábyrgra feðra. <font face="Helv"> </font><font face="Helv"></font> 10.11.2004 00:01 Meta ákvörðun Þórólfs Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. 10.11.2004 00:01 Krefjast hærri launa en læknar Unglæknar benda á kennarar séu að krefjast hærri byrjunarlauna eftir þriggja ára háskólanám, en læknar hafa eftir sex ára háskólanám. 10.11.2004 00:01 Óformlegar viðræður um samstarf Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. 10.11.2004 00:01 Varð hált á svellinu Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. 10.11.2004 00:01 Verða að kyngja tilboðinu Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. 10.11.2004 00:01 Viðræðum slitið Fundinum í kennaradeilunni sem hófst í morgun klukkan tíu hefur verið slitið og segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, að það hafi orðið að samkomulagi að ekki verði fundað næsta hálfa mánuðinn. 10.11.2004 00:01 400 þúsund frá olíufélögunum Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið 400 þúsund krónur í framlög frá öllum olíufélögunum frá því flokkurinn var stofnaður árið 1998 í fjórum afhentum styrkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en hann hefur það annars fyrir reglu að gefa ekki upp hverjir veita einstaka styrki nema þeir nemi meiru en 500 þúsund krónum á ári. 10.11.2004 00:01 Þjórsárver á heimsminjaskrá? Fundur Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands skorar á Alþingi, ríkisstjórn og viðkomandi sveitarstjórnir að beita sér fyrir því að kannaðir verði kostir þess að Þjórsárver verði tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO. 10.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hækkun leikskólagjalda samþykkt Leikskólagjöld hækka um allt að 42 prósent um áramótin hjá fólki í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi. Borgaryfirvöld samþykktu í gær að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur. 11.11.2004 00:01
Kabúlflugvöllur úr okkar umsjá Davíð Oddsson utanríkisráðherra ræddi stöðu og horfur í heiminum á Alþingi í gær. Margt bar þar á góma, til dæmis varnarsamstarfið við Bandaríkin, málefni íslensku friðargæslunnar og ástandið í Írak. 11.11.2004 00:01
Lög sett á verkfallið Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. 11.11.2004 00:01
Segir ummælin ekki misvísandi Félagsmálaráðuneytið vísar á bug að ummæli félagsmálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunnar um meðferðarheimilið á Torfastöðum séu misvísandi, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. 11.11.2004 00:01
Árekstur á miðri brú Árekstur varð á miðri brúnni yfir Tungnaá skammt frá Hrauneyjum í gærdag. Glerhált var og náðu ökumenn bílanna sem komu úr gagnstæðri átt ekki að stöðva áður en bílarnir lentu saman að sögn Lögreglunnar á Hvolsvelli. 11.11.2004 00:01
Síbrotamaður í fangelsi Hæstiréttur mildaði þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni í tveggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir hylmingu, níu þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot. 11.11.2004 00:01
Sýknaður af innbroti Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar. 11.11.2004 00:01
Hæstiréttur lækkar bætur Hæstiréttur lækkaði slysabætur til ungrar konu, vegna miska sem hún hlaut í bílslysi árið 1998, vegna ölvunar ökumannsins. Ökumaðurinn, sem var kærasti konunnar, lést í slysinu. Áfengismagn í blóði hans reyndist vera 2,15 prómill. 11.11.2004 00:01
Skilorð fyrir hnefahögg Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri. Maðurinn var fundinn sekur um að slá annan mann hnefahöggi í andlitið. 11.11.2004 00:01
Spenntu upp spilakassa Nokkuð hefur verið um innbrot á Akureyri að undanförnu. Í fyrrinótt var brotist inn í tvö fyrirtæki í bænum, Bónusvideo við Geislagötu og tölvufyrirtækið Skrín við Furuvelli. 11.11.2004 00:01
Fangelsi fyrir fjársvik Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vörur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslukorti sem hún átti ekki. 11.11.2004 00:01
Viðskiptalífið hafi lært lexíu Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. 11.11.2004 00:01
Félögin bera siðferðislega ábyrgð Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. 11.11.2004 00:01
Kennaradeilan í gerðardóm Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. 11.11.2004 00:01
Getum ekki samþykkt gerðardóm "Við erum ekki að bíða eftir lögum á verkfall kennara en á þessum tímapunkti gerist ekki neitt á meðan ríkisstjórnin tekur ákvörðun um lagasetningu," segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna. 11.11.2004 00:01
Þekkingarleysi á skólastarfi "Ef það verður niðurstaðan að ríkisstjórnin fer í lagasetningu þá munu þeir væntanlega keyra hana í gegn um helgina með það að markmiði að opna skólana á mánudaginn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. 11.11.2004 00:01
Koma ekki að kennaradeilunni "Við eigum enga aðkomu og ekkert tilefni til að eiga aðkomu að kennaradeilunni. Það er viðfangsefni samningsaðila," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. 11.11.2004 00:01
Skipbrot viðræðna "Það kann að vera að ef menn geti einhverntímann haft skilning á lagasetningu þá séu þær aðstæður uppi," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 11.11.2004 00:01
Ríkið greiði kostnað við lagasetningu "Því miður sýnist mér allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli að enda málið með því að setja lög á deilu kennara og sveitarfélaganna. Það þykir mér sorgleg niðurstaða af því að lög leysa ekki vandann til frambúðar," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. 11.11.2004 00:01
Lausn til framtíðar Heimili og skóli - landssamtök foreldra gera sér grein fyrir að nauðsynlegt geti orðið að setja lög á verkfall kennara, segir Elín Thorarensen framkvæmdastjóri. 11.11.2004 00:01
Hundrað glæpa konan dæmd aftur Guðrún Halldóra Valsdóttir var dæmd í gær í fimm mánaða fangelsi fyrir 27 glæpi sem hún framdi fyrr á árinu. Guðrún framdi glæpina stuttu eftir að hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir 118 glæpi. Guðrún situr nú þegar í fangelsi í Kópavogi. "Það er búið að bjarga lífi mínu að vera hér, það er alveg frábært," segir hún. 11.11.2004 00:01
Íslendingar þjálfi Íraka Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að verið sé að kanna hvort íslenskir sprengjuleitarmenn geti komið að þjálfun öryggisveita í Írak. Hann segist vonast til þess að viðræður hans og Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á þriðjudaginn í næstu viku verði til þess að létta þeirri óvissu sem hafi verið um varnarmálin. 11.11.2004 00:01
Framkvæmdin í höndum ráðherra Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd samkeppnislaga en í umboði hans annast samkeppnisráð, Samkeppnisstofnun og áfrýjunarnefnd samkeppnismála daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. 11.11.2004 00:01
Stríðsöxinni sökkt Fyrrverandi skipverjar varðskipsins Týs og bresku freigátunnar Falmouth, sem börðust hatrammlega í íslenskri lögsögu fyrir nær 30 árum, drukku kaffi um borð í Tý í dag. Gamlir tímar voru rifjaðir upp í varðskipinu, í sátt og samlyndi. 11.11.2004 00:01
Heineken varar við ofdrykkju Viðvörunarmiðar, sem vara við áhrifum of mikillar drykkju áfengis, verða innan árs komnir á allar umbúðir Heineken, að því fram kemur á fréttavef BBC. Að sögn Eggerts Ísdal munu þessar viðvaranir einnig birtast íslenskum neytendum. 11.11.2004 00:01
Lagasetning ekki til umræðu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að lagasetning hafi ekki verið til umræðu þegar kennaradeilan var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór benti á að það væri fundur hjá sáttasemjara í dag: "Við verðum að bíða og sjá hvað gerist þar og hvort deiluaðilar sjá ekki flöt á því að leysa þessa deilu." 10.11.2004 00:01
Framsókn vill óháðan borgarstjóra Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar. 10.11.2004 00:01
Óvissa um arftaka Þórólfs R-listinn varpaði öndinni léttar við afsögn Þórólfs Árnasonar í gær. Hver höndin virðist hins vegar upp á móti annari um næsta borgarstjóra. 10.11.2004 00:01
Frábær niðurstaða segir Össur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðu fylgiskönnunar Fréttablaðsins "frábæra" fyrir flokkinn. "Ég bjóst satt að segja við því að vandræðagangurinn á R-listanum myndi hafa áhrif á fylgi flokksins." 10.11.2004 00:01
Framsókn of hógvær segir Hjálmar Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, bendir á að fáir taki afstöðu í könnun Fréttablaðsins. "Reynsla okkar framsóknarmanna er að við eigum mikið inni. Flokksmenn eru hógværir og gefa stundum ekki upp afstöðu sína." 10.11.2004 00:01
Vonbrigði fyrir sjálfstæðismenn Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgi flokksins í könnun Fréttablaðsins valdi talsverðum vonbrigðum. 10.11.2004 00:01
Frjálslynda vantar sýnileika "Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, en samkvæmt skoðanakönnun blaðsins fengi flokkurinn 3,1 prósent fylgi og tvo menn kjörna. 10.11.2004 00:01
Þægilegar slóðir "Þetta eru náttúrlega prýðilegar tölur og í samræmi við aðrar tölur að undanförnu," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. 10.11.2004 00:01
Borgarfulltrúi verði borgarstjóri Ágreiningur virðist vera að rísa innan R-listans í Reykjavík um hver skuli verða eftirmaður Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem sagði af sér í gær og lætur af störfum um næstu mánaðamót. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáir því að nýr borgarstjóri komi úr röðum núverandi borgarfulltrúa. 10.11.2004 00:01
Þráðurinn tekinn upp að nýju Samningamenn kennara og sveitarfélaga koma saman klukkan tíu til fyrsta fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu sáttatillögu hans í atkvæðagreiðslu. Mikið ber enn í milli krafna kennara og þess sem sveitarfélögin eru tilbúin til að bjóða. 10.11.2004 00:01
Bílvelta við Húnaver Kona slasaðist þegar bíll hennar valt í brekkunni ofan við Húnaver í Vatnsskarði í gærkvöldi og var hún flutt á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hennar. Annar sem var í bílnum slapp ómeiddur en bíllinn var það mikið skemmdur að beita þurfti klippum til að ná konunni út. Hálka var á veginum þegar slysið varð. 10.11.2004 00:01
Varpa grun á alla karlmenn Auglýsingar sem segja kynferðisofbeldi gegn börnum tíðkast á næstum öllum heimilum varpa grun á alla karlmenn, að mati formanns Félags ábyrgra feðra. <font face="Helv"> </font><font face="Helv"></font> 10.11.2004 00:01
Meta ákvörðun Þórólfs Vinstri - grænir í Reykjavík meta þá ákvörðun Þórólfs Árnasonar að láta af starfi sínu sem borgarstjóri. Með þeirri ákvörðun hafi hann látið hagsmuni Reykjavíkurlistans og Reykvíkinga hafa forgang og um leið beint kastljósinu að þeim gerendum olíusvindlsins sem mesta ábyrgð bera. 10.11.2004 00:01
Krefjast hærri launa en læknar Unglæknar benda á kennarar séu að krefjast hærri byrjunarlauna eftir þriggja ára háskólanám, en læknar hafa eftir sex ára háskólanám. 10.11.2004 00:01
Óformlegar viðræður um samstarf Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. 10.11.2004 00:01
Varð hált á svellinu Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. 10.11.2004 00:01
Verða að kyngja tilboðinu Samningafundur hófst í kennaradeilunni klukkan tíu í morgun. Grunnskólakennarar lögðu fram tilboð í fyrradag sem felur í sér tuttugu og fimm prósenta launahækkun og segja að sveitarfélögin verði að kyngja því ef þau vilja fá kennara aftur í skólana. 10.11.2004 00:01
Viðræðum slitið Fundinum í kennaradeilunni sem hófst í morgun klukkan tíu hefur verið slitið og segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, að það hafi orðið að samkomulagi að ekki verði fundað næsta hálfa mánuðinn. 10.11.2004 00:01
400 þúsund frá olíufélögunum Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið 400 þúsund krónur í framlög frá öllum olíufélögunum frá því flokkurinn var stofnaður árið 1998 í fjórum afhentum styrkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en hann hefur það annars fyrir reglu að gefa ekki upp hverjir veita einstaka styrki nema þeir nemi meiru en 500 þúsund krónum á ári. 10.11.2004 00:01
Þjórsárver á heimsminjaskrá? Fundur Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands skorar á Alþingi, ríkisstjórn og viðkomandi sveitarstjórnir að beita sér fyrir því að kannaðir verði kostir þess að Þjórsárver verði tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO. 10.11.2004 00:01