Innlent

Frjálslynda vantar sýnileika

"Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, en samkvæmt skoðanakönnun blaðsins fengi flokkurinn 3,1 prósent fylgi og tvo menn kjörna. "Ég veit ekki til þess að neitt hafi verið að gerast sem útskýrir þetta eða að neitt af málatilbúnaði okkar hafi haft þessi áhrif. Við verðum bara að vera það meira sýnileg. Við erum ekki farin að halda landsþing eða neitt svoleiðis eins og aðrir flokkar. Við stefnum á að halda landsþing í mars og vonumst auðvitað til að fylgið muni aukast aftur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×