Innlent

Fangelsi fyrir fjársvik

Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vörur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslukorti sem hún átti ekki. Konan játaði öll brotin sem hún var ákærð fyrir en þau voru samtals 27. Hún hefur átta sinnum brotið gegn almennum hegningarlögum, sjö sinnum fyrir auðgunarbrot og einu sinni fyrir skjalafals. Vegna ítrekaðra skilorðsrofa þótti ekki koma til greina að skilorðsbinda refsinguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×