Óvissa um arftaka Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira