Innlent

Krefjast hærri launa en læknar

Unglæknar benda á kennarar séu að krefjast hærri byrjunarlauna eftir þriggja ára háskólanám, en læknar hafa eftir sex ára háskólanám. Bjarni Þór Eyvindsson, formaður Félags ungra lækna, skrifar í 11. tölublað Læknablaðsins um kjör kennara og lækna. Hann segir kröfugerð kennara hafa vakið áhuga sinn, einkum umræðan um hvað sé réttlátt að hafa í laun eftir þriggja ára háskólanám. Kennarar hafa talið það réttlátt að nýútskrifaður kennari sem lokið hefur þriggja ára háskólanámi sé með 250.000 kr. í grunnlaun. Bjarni ber þetta saman við nýútskrifaðan kandítat eftir sex ára háskólanám sem hefur 204.000 í grunnlaun. Eftir að hafa lokið ársvinnu og með veitingu lækningaleyfis fara grunnlaunin upp í 234.000. Bjarni reiknar út að kennarar séu að fara fram á um 50 þúsund krónur í hækkun fyrir hvert ár í háskólanámi. Ef þessari reikningsformúlu yrði beitt fyrir lækna væri launakrafa unglækna við næstu kjarasamninga fjögur hundruð þúsund á mánuði. Bjarni Þór endar grein sína með því að lýsa fullum stuðningi við launabaráttu kennara og óskar eftir því að fá sama stuðning þegar kemur að kjaraviðræðum lækna næsta vetur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×