Fleiri fréttir

Afsagnir í beinni útsendingu

Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994.

Vélstjórar gagnrýna Félagsdóm

Vélstjórafélag Íslands hefur ekki tekið tekið afstöðu til þess hvort fella eigi hafnarfrí út úr kjarasamningum þess. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, segir í það minnsta ljóst að ekki verði af afnámi hafnarfría fyrir árslok 2005.

Virðing Íslands að veði

Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001.

Útilokar ekki lög

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki útiloka að lög verði sett á verkfall kennara. Það verði hins vegar að skoða alla fleti málsins gaumgæfilega. Stjórnarflokkarnir hafa kallað fulltrúa deiluaðila á sinn fund á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundinum sem forsætisráðherra boðaði til í Stjórnarráðinu á sjötta tímanum.

Leið vel í útsendingunni

Áratugur er í dag liðinn frá afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar úr embætti félagsmálaráðherra. Hann spáir Þórólfi Árnasyni bjartri framtíð í íslenskum stjórnmálum.

R-listinn með blaðamannafund

Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans hefur boðað til blaðamannafundar í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 18:30.

Ráðherrar ákveða næstu skref

"Ákvörðun um næstu skref verður tekin á ráðherrafundinum 24. nóvember næstkomandi," segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, um hver áhrif niðurstaðna alþjóðlega rannsóknarhópsins um hlýnun á norðurslóðum verða.

Vistkerfið breytist mikið

Áhrif hlýnunarinnar á norðurslóðum eru í skýrslu ACIA sögð verða mjög mikil. Til dæmis á sjávarborð eftir að hækka og eftir því sem íshellan yfir Norðurskautinu minnkar eykst hættan á að dýr á borð við ísbirni og sumar selategundir hreinlega deyi út.

Kallað á rannsóknir ACIA

Norðurheimskautsráðið og Alþjóðleg vísindanefnd um Norðurheimskautið (International Arctic Science Committee, eða IASC) kölluðu eftir úttektinni á áhrifum og umfangi loftslagsbreytinga á norðurslóðum fyrir fjórum árum síðan.

Hótað fyrir að kaupa Irving-olíur

Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu.

Hlýnun aldrei hraðari

Vísindamenn eru sammála um hlýnun Norðurheimskautsins og spá umfangsmiklum breytingum sem áhrif hafa á veðurfar um heim allan. Norðurheimskautsís bráðnar, Grænlandsjökull minnkar og sjávarborð hækkar. Hér gætu fiskveiðar aukist.

Fjórða stærsta vefsvæði landsins

Vísir.is hefur stækkað mjög hratt síðustu vikur og mánuði og er nú með yfir 90 þúsund vikulega notendur samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss.

Forseti þingsins heimsækir Japan

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsækir Japan 11. til 16. nóvember í boði forseta efri deildar japanska þingsins.

Ósáttir matreiðslumenn af Vellinum

Matreiðslumönnum sem sagt var upp störfum í aðalmatsal Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í sumar svíður að ófaglært fólk skuli látið taka við störfum þeirra.

Bólusetning bjargar okkur

Þýskum ferðamönnum á leið til Bretlands hefur verið ráðlagt að láta bólusetja sig gegn hettusótt, vegna faraldurs sem brotist hefur út meðal háskólanema þar. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir ekki ástæðu til aðgerða hér vegna faraldursins í Bretlandi.

Dæmdur fyrir að rífa upp klósett

Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá nágranna sínum. Salernisskálin eyðilagðist.

Tuttugu karlar yfirheyrðir

Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka.

Steinunn Valdís borgarstjóri

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi R-listans í Ráðhúsinu rétt í þessu.

Neyðarfundur í kennaradeilunni

Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. 

Gegnsær opinn rekstur

Forstjóri Olíufélagsins segir að mestu máli skipti að rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli, sem stóru olíufélögin þrjú eigi saman, sé gegnsær og standi öllum opinn. Atlantsolía hefur ekki áhuga á að ganga inn í slíkt samstarf.

Vill skaðabætur vegna samráðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ritað olíufélögunum þremur bréf og óskað eftir því að þau hafi frumkvæði að því að semja um greiðslur bóta vegna ólögmæts samráðs sem þau viðhöfðu í útboði bæjarins vegna olíuverslunar.

Botnvörpubanni afstýrt hjá SÞ

Tillaga um allsherjarbann við veiðum með botnvörpu á úthafinu náði ekki fram að ganga hjá Sameinuðu þjóðunum en Kosta Ríka hafði lagt fram tillögu um slíkt. Samningaviðræðum um hafréttar- og fiskveiðimál á vegum samtakanna er lokið.

Kennarar í önnur störf í verkfalli

Þrír kennarar hafa unnið í versluninni Grundarvali í Grundarfirði á meðan þeir hafa verið í verkfalli. Einn kennaranna segir að menn verði að bjarga sér við þessar aðstæður. Hann hafi borið þetta undir Kennarasamband Íslands sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki verkfallsbrot.

Buðu upp á gerðardóm

Kennarar buðu samninganefnd sveitarfélaga að vísa kjaradeilu þeirra í gerðardóm en nefndin hafnaði tilboðinu. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir það ljóst að sveitarfélögin ráði ekki við að leysa deiluna þar sem þau taki engum útspilum kennara. "Þau virðast halda að þau geti haldið grunnskólakennurum í heljargreipum láglaunastefnu."

Deilan í mjög erfiðum hnút

Það er ekki tilefni til að halda samningafund í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga fyrr en eftir hálfan mánuð að mati Ásmundar Stefánssonar, ríkissáttasemjara. Hann segir samninganefndirnar hafa verið sammála um þetta á fundi í gær. Hann segist ekki hafa séð tilefni til að ganga í berhögg við þessa afstöðu þar sem bilið á milli kröfu kennara og tilboðs sveitarfélaganna sé svo breitt.

Lagasetning ekki útilokuð

Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna.

Var ekki höfuðpaur samráðsins

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm.

Steinunn Valdís borgarstjóri

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar.

Ummæli ráðherra misvísandi

Ummæli félagsmálaráðherra um samskipti Barnaverndarstofu og meðferðarheimilisins að Torfastöðum eru misvísandi. Ummælin byggðust á greinargerð Ríkisendurskoðunar en virðast stangast á við niðurstöðu hennar.

Samstaða dugði ekki Degi

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum.

R-listinn stóð ekki fyrir könnun

Stefán Jón Hafstein fullyrðir að Reykjavíkurlistinn hafi ekki látið kanna stöðu Þórólfs Árnasonar, fráfarandi borgarstjóra, með skoðanakönnunum. Því síður hafi borgin greitt fyrir slíkt.

Íslensk olíumiðlun í Neskaupsstað

Reiknað er með að nýtt olíufélag, Íslensk olíumiðlun, geti byrjað að afgreiða gasolíu til skipa í byrjun næsta árs frá birgðastöð sem félagið er að reisa á hafnarsvæðinu á Norðfirði.

Stjórnarskrárbundinn réttur barna verði virtur

Foreldraráð grunnskóla í Vesturbæ Reykjavíkur krefjast þess að stjórnarskrárbundinn réttur barna til menntunar verði virtur. Í ályktun sem ráðin samþykktu einróma á fundi í köld er áhyggjum lýst vegna hugmynda sem fela í sér skerðingu á svigrúmi skólastjóra til að stýra skólastarfi.

Bensínlækkun hjá Atlantsolíu

Atlantsolía lækkar nú um miðnætti verð á bensíni og dísel um eina krónu lítrann. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 102,90 krónur og lítrinn af díselolíu kostar 48,90 krónur.

Eldur tekur jóðsótt ...

Fjölmennt slökkvilið var sent að verksmiðju Lýsis við Grandaveg um klukkan fimm í morgun eftir að nágranni verksmiðjunnar tilkynnti um eld og reyk í húsinu. Þegar til kom sást þar ekkert athugavert nema hvað laus járnplata blakti í vindinum og var hún fest.

Helmingur vill afsögn Þórólfs

Helmingur borgarbúa vill að Þórólfur Árnason borgarstjóri segi af sér og helmingur að hann sitji áfram samkvæmt könnun sem Gallup gerði dagana 5.-8. þessa mánaðar. Hann nýtur meirihlutastuðnings í yngstu og elstu aldursflokkunum en andstaða við hann er mest meðal miðaldra fólks.

Hross urðu fyrir bíl

Tvö hross meiddust það mikið eftir að þau urðu fyrir bíl á veginum á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í gærkvöldi að aflífa þurfti þau bæði. Bíllinn stórskemmdist og var óökufær eftir en ökumann og farþega í honum sakaði ekki.

Rjúpnaskyttur komnar á kreik

Rjúpnaskyttur virðast eiga erfiðara með að halda aftur af sér nú í haust en í fyrrahaust. Veiðibanninu verður þó ekki aflétt fyrr en næsta haust. Lögreglan í Keflavík telur sig vita til þess að menn hafi gengið til rjúpna en engin hefur þó verið staðinn að verki.

Fjórir þjófar handteknir

Reykjavíkurlögreglan handtók fjóra menn á bíl í nótt eftir að tilkynnt var að þeir hefðu brotist inn í fjölbýlishús og látið greipar sópa í geymslum hússins. Lögreglumenn stöðvuðu mennina skammt frá húsinu og reyndist ýmiskonar varningur vera í bílnum sem menn eru ekki vanir að fara með í bíltúr um miðja nótt.

Sjö handteknir í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði handtók samtals sjö manns í tveimur fíkniefnamálum sem upp komu í bænum í gærkvöldi og í nótt. Lítilsháttar af efnum var gert upptækt og er talið að fólkið hafi ætlað það til eigin nota. Málin teljast bæði upplýst og hefur öllum verið sleppt en sektir verða ákveðnar síðar.

Héðinsfjarðargöngum frestað

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi beinir eindregnum tilmælum til Alþingis að fresta gerð Héðinsfjarðarganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Fulltrúar á þinginu vilja ekki að ráðist verði í framkvæmdirnar þar fyrr en heildstæð framtíðarlausn á samgöngumálum milli byggðalaganna á utanverðum Tröllaskaga hefur fundist.

Norðmenn vilja meiri kvóta

Samningalotu samningamanna frá Evrópusambandinu, Íslandi, Noregi, Færeyjum og Rússlandi um veiðar úr norsk-íslensku síldinni á næsta ári er lokið, án árangurs. Norðmenn vilja meðal annars aukið hlutfall á kostnað Íslendinga en Íslendingar benda á móti á þá staðreynd að norsk-íslenska síldin leitar á ný inn í íslensku lögsöguna og er veiðanleg þar.

Ríkisstjórnin ræddi verkfallið

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi að kennaraverkfallið hafi verið rætt á fundinum, en ekki lagasetning. Hann sagði að málið væri alvarlegt en eðlilegt væri að gefa samningamönnum einhvern tíma til að reyna að ná sáttum.

Enn óvissa um Þórólf

Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera.

Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi

Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni.

Sjá næstu 50 fréttir