Innlent

Varpa grun á alla karlmenn

Auglýsingar sem segja kynferðisofbeldi gegn börnum tíðkast á næstum öllum heimilum varpa grun á alla karlmenn, að mati formanns Félags ábyrgra feðra. Undanfarið hafa birst heilsíðu auglýsingar í blöðunum þar sem sagt er að kynferðisofbeldi gegn börnum fyrirfinnist á næstum öllum heimilum. Auglýsingin er á vegum samtaka sem nefnd eru Blátt áfram. "Við vitum að ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verða fyrir þessu," segir Svava Björnsdóttir. Svava byggirr fullyrðingar sínat um kynferðisofbeldi gegn börnum á könnun sem Hrefna Ólafsdóttir, félagsfræðingur gerði. Svava og systir hennar Sigríður urðu báðar fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Samtökin hyggjast senda bæklinga á öll heimili í landinu. Svava segir nauðsynlegt að foreldrar ræði kynferðislegt ofbeldi gegn börnum við sín eigin börn. Þessu er Eygló Guðmundsdóttir ósammála. "Það má ekki ræða þetta of mikið við börnin, þau geta einfaldlega orðið hrædd og kvíðin," segir Eygló og varar við öllum öfgum í þessum málum. Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, segir auglýsingar systranna út í hött og til þess fallnar að gera alla karlmenn tortryggilega. "Þetta er alveg út í hött. Þetta setur alla karlmenn undir grun," segir Gísli. Hann segir tíðni ásakana á feður hafa aukist á síðustu árum. Aukinn tilhneiging sé til þess að gera karlmenn ábyrga öllu því sem miður fer innan veggja heimilisins. Hann varar við boðskap sem kennir börnum að gera alla karla tortryggilega. Meira um málið í DV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×