Innlent

Þráðurinn tekinn upp að nýju

Samningamenn kennara og sveitarfélaga koma saman klukkan tíu til fyrsta fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu sáttatillögu hans í atkvæðagreiðslu. Mikið ber enn í milli krafna kennara og þess sem sveitarfélögin eru tilbúin til að bjóða. Lagasetning á verkfallið er ekki enn á dagskrá ríkisstjórnarinnar en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í gær að hann vildi sjá einhvern árangur af samningaviðræðum sem allra fyrst.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×