Innlent

Lagasetning ekki til umræðu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að lagasetning hafi ekki verið til umræðu þegar kennaradeilan var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór benti á að það væri fundur hjá sáttasemjara í dag: "Við verðum að bíða og sjá hvað gerist þar og hvort deiluaðilar sjá ekki flöt á því að leysa þessa deilu, sem er að sjálfsögðu þeirra skylda." Hann benti á að lagasetning væri alltaf neyðarúrræði og í raun aðeins frestun á þeim vanda sem menn standa frammi fyrir. "Lagasetning hefur ekki gefist vel til frambúðar." Halldór segir deiluna vera í mjög alvarlegum hnút og segist ekki sjá að þær tillögur sem lagðar hafi verið fram séu líklegar til að leysa deiluna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×