Innlent

Getum ekki samþykkt gerðardóm

"Við erum ekki að bíða eftir lögum á verkfall kennara en á þessum tímapunkti gerist ekki neitt á meðan ríkisstjórnin tekur ákvörðun um lagasetningu," segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna. Launanefndin hafnaði á miðvikudag hugmyndum samninganefndar kennara um að leggja ágreining þeirra í gerðardóm: "Við í launanefndinni getum ekki samþykkt að viðræður í gerðardómi um kaup og kjör grunnskólakennara byggi á fyrirmynd framhaldsskóla," segir Gunnar. Séu menn sammála um innihald viðræðna í gerðardómi sé lykillinn að lausn deilunnar fundinn. Gunnar segir þó ekki alla nótt úti um að deilan fari í gerðardóm: "Ef ríkisstjórnin setur lög sem kveða á um að málið fari í gerðardóm er það úr okkar höndum." Gunnar segir bágan efnahag margra sveitarfélaga ekki ástæðu þess að launanefndin sé ekki tilbúin að teygja sig lengra en miðlunartillagan kvað á um: "Það er ekki eðlilegt að blanda saman einstakri kjaradeilu við tiltekinn hóp starfsmanna okkar og almennu efnahagslífi sveitarfélaganna," segir Gunnar: "Við höfum bent á að við erum að semja við leikskólakennara. Þeir bera sig saman við grunnskólakennara. Grunnskólakennarar bera sig saman við framhaldsskólakennara og svo koll af kolli." Hann sjái ekki forsendu til þess að laun kennara þurfi að hækka umfram aðrar starfsstéttir: "Meginatriðið er að kaupmáttur launa sé varðveittur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×