Varð hált á svellinu 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira