Fleiri fréttir Eldur í sjónvarpi Eldur kviknaði í sjónvarpstæki í herbergi í húsi við Dalshraun 13 í Hafnarfirði um klukkan þrjú í fyrrinótt. Tveir einstaklingar voru í herberginu sem eldurinn kom upp í og gerðu þeir lögreglu viðvart. 15.9.2004 00:01 Eldsupptök talin vera í reykstæði Eldur kviknaði í fjárhúsi á Ögmundarstöðum, sem eru rétt sunnan við Sauðárkrók, á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Eldtungur stóðu út úr austurgafli fjárhússins þegar lögregla kom á vettvang. Ekki var annað en reiðtygi og timbur í húsinu sem er ónýtt eftir brunann. 15.9.2004 00:01 Vill ekki til Finnlands Bandarískur maður sem handtekinn var þegar hann kom með Skógarfossi, skipi Eimskipafélagsins, til landsins á mánudagskvöld hafnar því að vera framseldur til Finnlands. Maðurinn hefur verið eftirlýstur í Finnlandi fyrir að hafa numið dóttur sína á brott seinni hluta ársins 2001. 15.9.2004 00:01 Tjáir sig ekki um rjúpnaveiðibann Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. 15.9.2004 00:01 Vélarvana við Meðallandsbugt Færeyskur línubátur varð að miklu leiti vélarvana í gær við Meðallandsbugt eða um tíu sjómílur suður af Meðallandsfjörum. Annar færeyskur bátur fór á staðinn til aðstoðar. Ætlunin var að taka bátinn í tog og draga hann til Vestmannaeyja. 15.9.2004 00:01 Útilokar aðild að ESB Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna í gær að ríkisstjórnin hefði engin áform um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 15.9.2004 00:01 Hátindur ferilsins Halldór Ásgrímsson segist nú standa á hátindi ferils síns. "Þetta er mikilvægasta embætti þjóðarinnar, hver sem fer í það starf hlýtur að standa á hátindi ferils síns, sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni. 15.9.2004 00:01 Minna horft á Stöð 2 Áhorf á Stöð 2 og Sýn var nokkru minna í nýliðnum ágúst en í maí þegar það var síðast kannað. Sjónvarpið, Skjár einn og Popp Tíví halda sínu samkvæmt nýrri könnun Gallups. 14.9.2004 00:01 Mogginn gefinn Morgunblaðinu var dreift frítt til fjölda fólk, dagana sem könnun Gallups á fjölmiðlanotkun fór fram. Samkvæmt henni fengu 7,5 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins blaðið sent til sín án þess að greiða fyrir það. Til hliðsjónar má nefna að frídreifing Morgunblaðsins var 3,5 prósent í mars. 14.9.2004 00:01 Banninu ekki aflétt Ólíklegt er talið að rjúpnaveiðibanninu, sem sett var á í fyrrahaust, verði aflétt nú í haust, þrátt fyrir mikinn vaxtarkipp í stofninum undanfarið ár. 14.9.2004 00:01 Banninu ekki aflétt Ólíklegt er talið að rjúpnaveiðibanninu, sem sett var á í fyrrahaust, verði aflétt nú í haust, þrátt fyrir mikinn vaxtarkipp í stofninum undanfarið ár. 14.9.2004 00:01 Íkveikja í Hvalfirði? Grunur leikur á að kveikt hafi verið í íbúðarhúsinu að Brekku í Hvalfirði í fyrrinótt, og rannsakar lögregla nú málið. Íbúi hússins vaknaði við brak og komst út í tæka tíð, en rúður í húsinu sprungu og reykur frá eldinum, sem kviknaði í bílskúr á neðri hæð, komst inn á efri hæðina. Þá eru ummerki um skemmdarverk utandyra. Þar brann bíll til kaldra kola. 14.9.2004 00:01 Og Vodafone á uppleið Gengi í hlutabréfum í fjarskiptafyrirtækinu Og Vodafone hækkaði um tólf prósent í Kauphöllinni í gær, fyrsta markaðsdegi eftir að tilkynnt var um kaup Norðurljósa á um þrjátíu og fimm prósenta hlut í fyrirætkinu. Lokagengi í gær var fjórar krónur á hlut, en Norðurljós keypti hlut sinn á 4,2. 14.9.2004 00:01 KÍ segi heilsuskóla verkfallsbrot Kennarasamband Íslands lítur á það sem verkfallsbrot ef Sjóvá Almennar og Íslandsbanki starfrækja heilsuskóla fyrir börn starfsmanna á þeim tíma dags þegar börn ættu að vera í skóla. 14.9.2004 00:01 Ölvunarakstur við Nóatún Drukkinn ökumaður lenti í ógöngum á bílastæðinu við Nóatúnsverslunina við Nóatún í gærkvöldi og ók utan í bíl og á ljósastaur. Vitni kölluðu á lögreglu sem stöðvaði leikinn áður en ökumaðurinn ylli fekari usla eða skapaði hættu í umferðinni. 14.9.2004 00:01 Engin skýring á neyðarsendingum Engin skýring hefur fundist á því að gervitungl fóru að nema neyðarsendingar frá höfninni í Grindavík í gærkvöldi, þrátt fyrir víðtæka eftirgrennslan. Sendingarnar fóru að heyrast laust fyrir klukkan átta og kallaði tilkynningaskyldan Björgunarsveitina Þorbjörn út, sem mannaði þegar björgunarskipið Odd V. Gíslason, og hélt það til leitar. 14.9.2004 00:01 Davíð kveður Davíð Oddsson fráfarandi forsætisráðherra stýrði síðasta ríkisstjórnarfundi sínum á þessu kjörtímabili í Stjórnarráðinu í morgun. Hann segist hlakka til nýrra verkefna og vera sáttur við umskiptin. Hann viðurkennir að hafa stundum reynst erfiður en hafi orðið umburðarlyndari í seinni tíð. 14.9.2004 00:01 Heilsuskóli verkfallsbrot? Kennarasambandið hótar því að auknar líkur séu á verkfalli og það verði langvinnara en ella, ef fyrirtæki svo sem Íslandsbanki ætla að skipuleggja einhverja starfssemi fyrir grunnskólanemendur á þeim tímum dags, sem börn hefðu annars átt að vera í skóla. 14.9.2004 00:01 Einar segir upp hjá Íslandspósti Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts sagði fyrirvaralaust upp störfum í gær og hættir í dag. Anna Guðmundsdóttir fjármálastjóri fyrirtækisins og Andrés Magnússon starfsmannastjóri sinna störfum hans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 14.9.2004 00:01 Sjálfstæðismenn vilja framkvæmdir Sjálfstæðismenn ætla að leggja til á fundi samgöngunefndar borgarinnar í dag að hætt verði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þau verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01 93% horfa á RÚV 93% horfðu eitthvað á Ríkissjónvarpið í ágústmánuði, 74% á Stöð tvö og 72% á Skjá einn, samkvæmt nýrri könnun frá Gallup. Fréttir Ríkissjónvarpsins voru vinsælasta sjónvarpsefnið en 44,3% horfðu á þær. 14.9.2004 00:01 Steingrímur mótmælir Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna segir að hugmyndafræði stjórnarflokkkanna í málefnum Landssímans, gangi út á að skjóta fyrst og spyrja svo. Ef einkavæða eigi Landssímann áður en klárað verður að byggja upp viðunandi dreifikerfi sé verið að snúa hlutunum á haus. 14.9.2004 00:01 Misskilningur hjá Kennarasambandi Talsmenn Íslandsbanka og Sjóvá Almennra segja viðbrögð Kennarasambandsins við fyrirhuguðum heilsuskóla fyrir grunnskólabörn, ef til kennaraverkfalls kemur, koma á óvart og að þau hljóti að vera byggð á misskilningi. Fyrirtækin séu ekki aðilar að vinnudeilunni og þyki miður að vera dregin inn í þá umræðu. 14.9.2004 00:01 Menntun á Íslandi minni en í OECD Þrjátíu prósent Íslendinga hafa ekki lokið neinu framhaldsnámi en meðaltalið í OECD löndunum er nítján prósent. Einungis í fjórum löndum er meðaltalið hærra, í Mexíkó, Portúgal, Spáni og Tyrklandi. Litið er svo á að þessi hópur eigi erfitt uppdráttar og eigi á hættu að sitja eftir í nútíma þjóðfélagi sem krefjist menntaðs vinnuafls. 14.9.2004 00:01 Launanefnd rithöfunda gagnrýnd Umboðsmaður alþingis telur að launanefnd rithöfunda í fyrra hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gera þurfi til undirbúnings ákvarðana um úthlutanir úr sjóðnum. Höfundur sem ekki fékk úthlutun kvartaði til umboðsmanns og taldi höfnunina ekki byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. 14.9.2004 00:01 Jón formaður Einkavæðingarnefndar Jón Sveinsson lögfræðingur verður næsti formaður Einkavæðinganefndar. Hann tekur við af Ólafi Davíðssyni ráðuneytisstjóra Forsætisráðuneytisins sem gengt hefur formennsku undanfarin ár. Jón Sveinsson hefur átt sæti í nefndinni um tíma. Stærsta verkefnið framundan hjá nefndinni er fyrirhuguð einkavæðing Landssímans. 14.9.2004 00:01 Tillaga D-lista felld Fulltrúar Reykjavíkurlistans felldu í dag tillögu sjálfstæðismanna, um að hætt yrði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sjálfstæðismenn vilja að gatnamótin verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01 Netið að hrynja undan álagi Fréttirnar sem Netnotendur vilja ekki heyra: Veraldarvefurinn er að hruni kominn. Þannig hljóðar upphaf fréttar í breska dagblaðinu The Guardian í morgun. Vitnað er í ummæli Patricks Gelsinger, tækistjóra hjá örgjörvarisanum Intel, en hann sagði að Netið gæti ekki lengur ráðið við umferðarþungann sem fer um kerfið. 14.9.2004 00:01 Rannveig forsetaefni Á fundi Íslandsdeildar Norðurlandaráðs í dag var ákveðið samhljóða að Rannveig Guðmundsdóttir yrði tilnefnd sem forsetaefni ráðsins og Jónína Bjartmarz sem varaforsetaefni fyrir starfsárið 2005. Formlega verður kosið í embættin á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 1. til 3. nóvember næstkomandi en Ísland fer með forsæti Norðurlandaráðs á næsta ári. 14.9.2004 00:01 Davíð kveður sem forsætisráðherra Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. 14.9.2004 00:01 Gríðarlegar tekjur af stangveiði Tekjur af stangveiði hér á landi skila þjóðarbúinu allt að níu milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Umsvif stangveiða skapa um eittþúsund störf á ári og þær geta skipt sköpum um hvort byggð haldist á ákveðnum svæðum landsins. 14.9.2004 00:01 Heilsuskóli er verkfallsbrot Kennarasambandið telur það verkfallsbrot ef fyrirtæki bjóða upp á barnagæslu fyrir starfsmenn meðan á kennaraverkfalli stendur. Íslandsbankamenn lýsa undrun sinni yfir þessari afstöðu. 14.9.2004 00:01 Tek við góðu búi Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við embætti umhverfisráðherra í dag. Hún hlakkar til að takast á við starfið enda umhverfismálin vaxandi málaflokkur. </font /></b /> 14.9.2004 00:01 Jón byrjar á Símanum Jón Sveinsson verður næsti formaður einkavæðingarnefndar. Stærsta verkefni hans verður að selja Símann. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sett það skilyrði fyrir sölunni að lokið verði við uppbyggingu á dreifikerfi fyrirtækisins. Dreifikerfi er hins vegar loðið hugtak og ekki á hreinu við hvað er átt. 14.9.2004 00:01 Tveir reikningar Valgerðar Skipulagsstofnun segir að með rafskautaverksmiðju í Hvalfirði verði losunarheimildum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni nærri náð. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir þetta þó ekki koma í veg fyrir álver á Norðurlandi þar sem sú mengun færist á annan reikning. 14.9.2004 00:01 Kveikt í Brekku Eldur sem kom upp í bænum Brekku í Hvalfirði aðfararnótt mánudags var af völdum íkveikju. 14.9.2004 00:01 Áróður dreginn til baka Umhverfisverndarsamtökin Monteray Bay Aquarium ætla að hætta að dreifa áróðri um að íslenski þorskurinn sé í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í svari samtakanna við bréfi utanríkisráðuneytisins þar sem gerðar voru athugasemdir við fullyrðingar samtakanna sem birtust í bæklingi til neytenda í Bandaríkjunum og Kanada. 14.9.2004 00:01 Mikil kornrækt á Suðurlandi Sunnlenskir bændur hafa nýtt uppstyttuna síðustu daga til að skera korn eftir langa rigingatíð. Sumarið hefur þó reynst kornræktendum hagstætt og er kornið orðið vel þroskað. 14.9.2004 00:01 Forsætisráðherrar á prent Ákvörðun Davíðs Oddssonar um að selja Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans ráðandi hlut í Landsbankanum er ein sú örlagaríkasta sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ritverkinu Forsætisráðherrar Íslands. Davíð tók við fyrsta eintakinu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 14.9.2004 00:01 Þjóðarbókhlaðan opin of stutt Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að skertur opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar komi illa niður á háshólastúdentum, sem þannig fái ekki eðlilegan aðgang að nauðsynlegri lesaðstöðu og lesefni. Um tvö hundruð námsmenn nýta sér venjulega bókasafnið á kvöldin, en ekki verður boðið upp á slíka þjónustu í vetur. 14.9.2004 00:01 Misjöfn verkfallsstaða einkaskóla Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ísaksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kennara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri. 14.9.2004 00:01 Kjaraviðræður á viðkvæmu stigi Viðræður samningsnefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga eru á mjög viðkvæmu stigi. Þær hafa sammælst um að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari greini frá niðustöðu funda þeirra. 14.9.2004 00:01 SA segja fyrirtækin í rétti Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrirtækjum það heimilt. 14.9.2004 00:01 Hægt að afstýra verkfalli Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. 14.9.2004 00:01 Hefur aflétt óðalskvöðum Sýslumaður hefur aflétt óðalskvöðum vegna Brautarholts númer fimm og tíu á Kjalarnesi en þar er löglegur handhafi eignanna svínabúið á Brautarholti. Í síðasta mánuði stöðvaði sýslumaður uppboð á hluta jarðarinnar Brautarholts þar sem jörðin lyti lögum um óðalsjarðir. 14.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur í sjónvarpi Eldur kviknaði í sjónvarpstæki í herbergi í húsi við Dalshraun 13 í Hafnarfirði um klukkan þrjú í fyrrinótt. Tveir einstaklingar voru í herberginu sem eldurinn kom upp í og gerðu þeir lögreglu viðvart. 15.9.2004 00:01
Eldsupptök talin vera í reykstæði Eldur kviknaði í fjárhúsi á Ögmundarstöðum, sem eru rétt sunnan við Sauðárkrók, á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Eldtungur stóðu út úr austurgafli fjárhússins þegar lögregla kom á vettvang. Ekki var annað en reiðtygi og timbur í húsinu sem er ónýtt eftir brunann. 15.9.2004 00:01
Vill ekki til Finnlands Bandarískur maður sem handtekinn var þegar hann kom með Skógarfossi, skipi Eimskipafélagsins, til landsins á mánudagskvöld hafnar því að vera framseldur til Finnlands. Maðurinn hefur verið eftirlýstur í Finnlandi fyrir að hafa numið dóttur sína á brott seinni hluta ársins 2001. 15.9.2004 00:01
Tjáir sig ekki um rjúpnaveiðibann Sigríður Anna Þórðardóttir er fyrsti sjálfstæðismaðurinn í stóli umhverfisráðherra. Hún ætlar að nota næstu daga til að heimsækja stofnanir ráðuneytisins en er ekki tilbúin til að lýsa afstöðu sinni til áframhaldandi veiðibanns á rjúpu. Siv Friðleifsdóttir stefnir að því að setjast í ríkisstjórn á næsta ári. 15.9.2004 00:01
Vélarvana við Meðallandsbugt Færeyskur línubátur varð að miklu leiti vélarvana í gær við Meðallandsbugt eða um tíu sjómílur suður af Meðallandsfjörum. Annar færeyskur bátur fór á staðinn til aðstoðar. Ætlunin var að taka bátinn í tog og draga hann til Vestmannaeyja. 15.9.2004 00:01
Útilokar aðild að ESB Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna í gær að ríkisstjórnin hefði engin áform um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 15.9.2004 00:01
Hátindur ferilsins Halldór Ásgrímsson segist nú standa á hátindi ferils síns. "Þetta er mikilvægasta embætti þjóðarinnar, hver sem fer í það starf hlýtur að standa á hátindi ferils síns, sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni. 15.9.2004 00:01
Minna horft á Stöð 2 Áhorf á Stöð 2 og Sýn var nokkru minna í nýliðnum ágúst en í maí þegar það var síðast kannað. Sjónvarpið, Skjár einn og Popp Tíví halda sínu samkvæmt nýrri könnun Gallups. 14.9.2004 00:01
Mogginn gefinn Morgunblaðinu var dreift frítt til fjölda fólk, dagana sem könnun Gallups á fjölmiðlanotkun fór fram. Samkvæmt henni fengu 7,5 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins blaðið sent til sín án þess að greiða fyrir það. Til hliðsjónar má nefna að frídreifing Morgunblaðsins var 3,5 prósent í mars. 14.9.2004 00:01
Banninu ekki aflétt Ólíklegt er talið að rjúpnaveiðibanninu, sem sett var á í fyrrahaust, verði aflétt nú í haust, þrátt fyrir mikinn vaxtarkipp í stofninum undanfarið ár. 14.9.2004 00:01
Banninu ekki aflétt Ólíklegt er talið að rjúpnaveiðibanninu, sem sett var á í fyrrahaust, verði aflétt nú í haust, þrátt fyrir mikinn vaxtarkipp í stofninum undanfarið ár. 14.9.2004 00:01
Íkveikja í Hvalfirði? Grunur leikur á að kveikt hafi verið í íbúðarhúsinu að Brekku í Hvalfirði í fyrrinótt, og rannsakar lögregla nú málið. Íbúi hússins vaknaði við brak og komst út í tæka tíð, en rúður í húsinu sprungu og reykur frá eldinum, sem kviknaði í bílskúr á neðri hæð, komst inn á efri hæðina. Þá eru ummerki um skemmdarverk utandyra. Þar brann bíll til kaldra kola. 14.9.2004 00:01
Og Vodafone á uppleið Gengi í hlutabréfum í fjarskiptafyrirtækinu Og Vodafone hækkaði um tólf prósent í Kauphöllinni í gær, fyrsta markaðsdegi eftir að tilkynnt var um kaup Norðurljósa á um þrjátíu og fimm prósenta hlut í fyrirætkinu. Lokagengi í gær var fjórar krónur á hlut, en Norðurljós keypti hlut sinn á 4,2. 14.9.2004 00:01
KÍ segi heilsuskóla verkfallsbrot Kennarasamband Íslands lítur á það sem verkfallsbrot ef Sjóvá Almennar og Íslandsbanki starfrækja heilsuskóla fyrir börn starfsmanna á þeim tíma dags þegar börn ættu að vera í skóla. 14.9.2004 00:01
Ölvunarakstur við Nóatún Drukkinn ökumaður lenti í ógöngum á bílastæðinu við Nóatúnsverslunina við Nóatún í gærkvöldi og ók utan í bíl og á ljósastaur. Vitni kölluðu á lögreglu sem stöðvaði leikinn áður en ökumaðurinn ylli fekari usla eða skapaði hættu í umferðinni. 14.9.2004 00:01
Engin skýring á neyðarsendingum Engin skýring hefur fundist á því að gervitungl fóru að nema neyðarsendingar frá höfninni í Grindavík í gærkvöldi, þrátt fyrir víðtæka eftirgrennslan. Sendingarnar fóru að heyrast laust fyrir klukkan átta og kallaði tilkynningaskyldan Björgunarsveitina Þorbjörn út, sem mannaði þegar björgunarskipið Odd V. Gíslason, og hélt það til leitar. 14.9.2004 00:01
Davíð kveður Davíð Oddsson fráfarandi forsætisráðherra stýrði síðasta ríkisstjórnarfundi sínum á þessu kjörtímabili í Stjórnarráðinu í morgun. Hann segist hlakka til nýrra verkefna og vera sáttur við umskiptin. Hann viðurkennir að hafa stundum reynst erfiður en hafi orðið umburðarlyndari í seinni tíð. 14.9.2004 00:01
Heilsuskóli verkfallsbrot? Kennarasambandið hótar því að auknar líkur séu á verkfalli og það verði langvinnara en ella, ef fyrirtæki svo sem Íslandsbanki ætla að skipuleggja einhverja starfssemi fyrir grunnskólanemendur á þeim tímum dags, sem börn hefðu annars átt að vera í skóla. 14.9.2004 00:01
Einar segir upp hjá Íslandspósti Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts sagði fyrirvaralaust upp störfum í gær og hættir í dag. Anna Guðmundsdóttir fjármálastjóri fyrirtækisins og Andrés Magnússon starfsmannastjóri sinna störfum hans þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 14.9.2004 00:01
Sjálfstæðismenn vilja framkvæmdir Sjálfstæðismenn ætla að leggja til á fundi samgöngunefndar borgarinnar í dag að hætt verði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þau verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01
93% horfa á RÚV 93% horfðu eitthvað á Ríkissjónvarpið í ágústmánuði, 74% á Stöð tvö og 72% á Skjá einn, samkvæmt nýrri könnun frá Gallup. Fréttir Ríkissjónvarpsins voru vinsælasta sjónvarpsefnið en 44,3% horfðu á þær. 14.9.2004 00:01
Steingrímur mótmælir Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna segir að hugmyndafræði stjórnarflokkkanna í málefnum Landssímans, gangi út á að skjóta fyrst og spyrja svo. Ef einkavæða eigi Landssímann áður en klárað verður að byggja upp viðunandi dreifikerfi sé verið að snúa hlutunum á haus. 14.9.2004 00:01
Misskilningur hjá Kennarasambandi Talsmenn Íslandsbanka og Sjóvá Almennra segja viðbrögð Kennarasambandsins við fyrirhuguðum heilsuskóla fyrir grunnskólabörn, ef til kennaraverkfalls kemur, koma á óvart og að þau hljóti að vera byggð á misskilningi. Fyrirtækin séu ekki aðilar að vinnudeilunni og þyki miður að vera dregin inn í þá umræðu. 14.9.2004 00:01
Menntun á Íslandi minni en í OECD Þrjátíu prósent Íslendinga hafa ekki lokið neinu framhaldsnámi en meðaltalið í OECD löndunum er nítján prósent. Einungis í fjórum löndum er meðaltalið hærra, í Mexíkó, Portúgal, Spáni og Tyrklandi. Litið er svo á að þessi hópur eigi erfitt uppdráttar og eigi á hættu að sitja eftir í nútíma þjóðfélagi sem krefjist menntaðs vinnuafls. 14.9.2004 00:01
Launanefnd rithöfunda gagnrýnd Umboðsmaður alþingis telur að launanefnd rithöfunda í fyrra hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gera þurfi til undirbúnings ákvarðana um úthlutanir úr sjóðnum. Höfundur sem ekki fékk úthlutun kvartaði til umboðsmanns og taldi höfnunina ekki byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. 14.9.2004 00:01
Jón formaður Einkavæðingarnefndar Jón Sveinsson lögfræðingur verður næsti formaður Einkavæðinganefndar. Hann tekur við af Ólafi Davíðssyni ráðuneytisstjóra Forsætisráðuneytisins sem gengt hefur formennsku undanfarin ár. Jón Sveinsson hefur átt sæti í nefndinni um tíma. Stærsta verkefnið framundan hjá nefndinni er fyrirhuguð einkavæðing Landssímans. 14.9.2004 00:01
Tillaga D-lista felld Fulltrúar Reykjavíkurlistans felldu í dag tillögu sjálfstæðismanna, um að hætt yrði við að fresta mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Sjálfstæðismenn vilja að gatnamótin verði skilgreind sem forgangsframkvæmd og markvisst haldið áfram því ferli sem þegar er hafið með mati á umhverfisáhrifum. 14.9.2004 00:01
Netið að hrynja undan álagi Fréttirnar sem Netnotendur vilja ekki heyra: Veraldarvefurinn er að hruni kominn. Þannig hljóðar upphaf fréttar í breska dagblaðinu The Guardian í morgun. Vitnað er í ummæli Patricks Gelsinger, tækistjóra hjá örgjörvarisanum Intel, en hann sagði að Netið gæti ekki lengur ráðið við umferðarþungann sem fer um kerfið. 14.9.2004 00:01
Rannveig forsetaefni Á fundi Íslandsdeildar Norðurlandaráðs í dag var ákveðið samhljóða að Rannveig Guðmundsdóttir yrði tilnefnd sem forsetaefni ráðsins og Jónína Bjartmarz sem varaforsetaefni fyrir starfsárið 2005. Formlega verður kosið í embættin á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 1. til 3. nóvember næstkomandi en Ísland fer með forsæti Norðurlandaráðs á næsta ári. 14.9.2004 00:01
Davíð kveður sem forsætisráðherra Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. 14.9.2004 00:01
Gríðarlegar tekjur af stangveiði Tekjur af stangveiði hér á landi skila þjóðarbúinu allt að níu milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Umsvif stangveiða skapa um eittþúsund störf á ári og þær geta skipt sköpum um hvort byggð haldist á ákveðnum svæðum landsins. 14.9.2004 00:01
Heilsuskóli er verkfallsbrot Kennarasambandið telur það verkfallsbrot ef fyrirtæki bjóða upp á barnagæslu fyrir starfsmenn meðan á kennaraverkfalli stendur. Íslandsbankamenn lýsa undrun sinni yfir þessari afstöðu. 14.9.2004 00:01
Tek við góðu búi Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við embætti umhverfisráðherra í dag. Hún hlakkar til að takast á við starfið enda umhverfismálin vaxandi málaflokkur. </font /></b /> 14.9.2004 00:01
Jón byrjar á Símanum Jón Sveinsson verður næsti formaður einkavæðingarnefndar. Stærsta verkefni hans verður að selja Símann. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sett það skilyrði fyrir sölunni að lokið verði við uppbyggingu á dreifikerfi fyrirtækisins. Dreifikerfi er hins vegar loðið hugtak og ekki á hreinu við hvað er átt. 14.9.2004 00:01
Tveir reikningar Valgerðar Skipulagsstofnun segir að með rafskautaverksmiðju í Hvalfirði verði losunarheimildum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni nærri náð. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir þetta þó ekki koma í veg fyrir álver á Norðurlandi þar sem sú mengun færist á annan reikning. 14.9.2004 00:01
Kveikt í Brekku Eldur sem kom upp í bænum Brekku í Hvalfirði aðfararnótt mánudags var af völdum íkveikju. 14.9.2004 00:01
Áróður dreginn til baka Umhverfisverndarsamtökin Monteray Bay Aquarium ætla að hætta að dreifa áróðri um að íslenski þorskurinn sé í útrýmingarhættu. Þetta kemur fram í svari samtakanna við bréfi utanríkisráðuneytisins þar sem gerðar voru athugasemdir við fullyrðingar samtakanna sem birtust í bæklingi til neytenda í Bandaríkjunum og Kanada. 14.9.2004 00:01
Mikil kornrækt á Suðurlandi Sunnlenskir bændur hafa nýtt uppstyttuna síðustu daga til að skera korn eftir langa rigingatíð. Sumarið hefur þó reynst kornræktendum hagstætt og er kornið orðið vel þroskað. 14.9.2004 00:01
Forsætisráðherrar á prent Ákvörðun Davíðs Oddssonar um að selja Björgólfi Guðmundssyni og samstarfsmönnum hans ráðandi hlut í Landsbankanum er ein sú örlagaríkasta sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ritverkinu Forsætisráðherrar Íslands. Davíð tók við fyrsta eintakinu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 14.9.2004 00:01
Þjóðarbókhlaðan opin of stutt Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að skertur opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar komi illa niður á háshólastúdentum, sem þannig fái ekki eðlilegan aðgang að nauðsynlegri lesaðstöðu og lesefni. Um tvö hundruð námsmenn nýta sér venjulega bókasafnið á kvöldin, en ekki verður boðið upp á slíka þjónustu í vetur. 14.9.2004 00:01
Misjöfn verkfallsstaða einkaskóla Staða einkarekinna grunnskóla er misjöfn. Í dag skýrist hvort komi til verkfalls í Ísaksskóla í Reykjavík. Allt eins gæti svo farið að aðeins helmingur kennara fari í verkfall, segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri. 14.9.2004 00:01
Kjaraviðræður á viðkvæmu stigi Viðræður samningsnefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga eru á mjög viðkvæmu stigi. Þær hafa sammælst um að Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari greini frá niðustöðu funda þeirra. 14.9.2004 00:01
SA segja fyrirtækin í rétti Kennarasamband Íslands telur að um skýlaust verkfallsbrot sé að ræða bjóði fyrirtæki eða starfsmannafélög upp á gæslu fyrir börn komi til verkfalls. Þessi áform séu í það minnsta siðlaus ef ekki lögbrot. Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt vinnurétti sé fyrirtækjum það heimilt. 14.9.2004 00:01
Hægt að afstýra verkfalli Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. 14.9.2004 00:01
Hefur aflétt óðalskvöðum Sýslumaður hefur aflétt óðalskvöðum vegna Brautarholts númer fimm og tíu á Kjalarnesi en þar er löglegur handhafi eignanna svínabúið á Brautarholti. Í síðasta mánuði stöðvaði sýslumaður uppboð á hluta jarðarinnar Brautarholts þar sem jörðin lyti lögum um óðalsjarðir. 14.9.2004 00:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent