Innlent

KÍ segi heilsuskóla verkfallsbrot

Kennarasamband Íslands lítur á það sem verkfallsbrot ef Sjóvá Almennar og Íslandsbanki starfrækja heilsuskóla fyrir börn starfsmanna á þeim tíma dags þegar börn ættu að vera í skóla.  Í fréttatilkynningu frá sambandinu segir að Kennarasamband Íslands líti á það sem klárt verkfallsbrot ef fyrirtæki skipuleggja starfsemi fyrir grunnskólanemendur á þeim tímum dags sem börn hefðu annars átt að vera í skóla. Allar slíkar hugmyndir séu til þess fallnar að auka líkur á að verkfall hefjist og það verði langvinnara en ella. Því segist Kennarasambandið áskilja sér fullan rétt til þess að bregðast við hugmyndum af þessu tagi með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×