Innlent

Heilsuskóli verkfallsbrot?

Kennarasambandið hótar því að auknar líkur séu á verkfalli og það verði langvinnara en ella, ef fyrirtæki svo sem Íslandsbanki ætla að skipuleggja einhverja starfssemi fyrir grunnskólanemendur á þeim tímum dags, sem börn hefðu annars átt að vera í skóla. Stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka hafa ákveðið að reka svonefndan heilsuskóla, fyrir börn starfsmanna sinna, ef til kennaraverkfalls kemur. Vegna fréttar þess efnis hefur Kennasasambandirð sent frá sér tilkynningu þar sem kennarar áskilja sér fullan rétt til að bregðast við hugmyndum af þessu tagi með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru og í tilkynningunni er líka að finna einskonar hótun, sem áður er getið. Eirkíkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir kennarasambandið ekki vilja ráðskast með börn foreldra, en hins vegar sé ekki rétt að utanaðkomandi fyrirtæki sé beinn þátttakandi að kjaradeilu með þessum hætti og leggi þar með sitt af mörkum til að verkfallið verði lengra en ella. Hann segir að best af öllu væri fyrir heimilin að börnin væru bara í skólanum og verkfallið hefði engin áhrif, en það sé því miður ekki svoleiðis og elli sé aðlilegt að fyrirtæki standi fyrir starfsemi sem þessari á meðan börn ættu að vera í skóla. Eiríkur spyr hvernig menn myndu líta á það ef bankinn myndi leggja 10 milljónir á dag inn í verkfallssjóð kennara til að hafa þannig áhrif á deiluna? Hann þvertekur fyrir það að verið sé að hóta lengra verkfalli, heldur segi sagan það bara að það hafi jafnan leitt til lengingar ef utanaðkomandi aðilar komi með þessum hætti inn í verkfallsátök. Hann bætir við að það sé ekki gott að vinna sem ætti að fara í að leysa deiluna fari nú í að standa í umræðum um heilsuskóla Íslandsbanka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×