Innlent

Útilokar aðild að ESB

Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna í gær að ríkisstjórnin hefði engin áform um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í frétt AP segir að hrókeringarnar í ríkisstjórninni hafi engin áhrif á stefnu hennar. Hins vegar hafi leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna mismunandi stefnu varðandi Evrópusambandið. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir í viðtali við AP að Framsóknarflokkurinn hafi um árabil sagt að sá tími muni koma að Ísland gangi í Evrópusambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×