Innlent

Og Vodafone á uppleið

Gengi í hlutabréfum í fjarskiptafyrirtækinu Og Vodafone hækkaði um tólf prósent í Kauphöllinni í gær, fyrsta markaðsdegi eftir að tilkynnt var um kaup Norðurljósa á um þrjátíu og fimm prósenta hlut í fyrirætkinu. Lokagengi í gær var fjórar krónur á hlut, en Norðurljós keypti hlut sinn á 4,2.  Gengið er því að nálgast kaupgengið. Norðurljós hafa óskað efitr hluthafafundi í fyrirtækinu, sem haldinn verður innan tíðar, en í kjölfarið munu fulltrúar Norðurljósa væntanlega taka sæti í stjórn Og Vodafone.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×