Innlent

Stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi geti fylgt í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hafa þegar hrundið af stað verulegri uppbyggingu í þeim fjórðungi. Forystumenn á Norðurlandi, með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra úr kjördæminu í fararbroddi, vilja að þeirra landshluti komi næstur. Hún segir að nokkur álfyrirtæki hafi í sumar lýst yfir áhuga á stóriðju hér á landi. Valgerður segir þó ljóst að einhver ár séu í það að unnt verði að ráðast í framkvæmdir. Margt bendir til þess að við framvindu málsins gætu orðið átök, annars vegar milli héraða og hins vegar milli orkufyrirtækja. Menn hafa þegar séð orkufyrirtæki bítast um hver fái að virkja í Skjálfandafljóti og þá virðist stefna í átök milli Þingeyinga og Eyfirðinga um staðsetningu álvers. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×