Innlent

Björgunarskip dró netabát að landi

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, var kallað út í morgun eftir að ellefu brúttólesta netabátur varð vélarvana um eina sjómílu fyrir utan innsiglinguna við Grindavík. Björgunarskipið var komið að netabátnum um tíu mínútum eftir að aðstoðar var óskað og dró hann aftur til hafnar. Komið er í ljós að gírinn hafði bilað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×