Innlent

Ekki öll von úti

Ríkissáttasemjari segir enga hreyfingu komna á samninga við grunnskólakennara en ekki sé öll von úti, þótt aðeins sé vika í boðað verkfall. Aðilar sitji við samningaborðið og hittist hjá honum síðar í dag. Mikið ber í milli og engin formleg tilboð hafa enn verið lögð fram. Ásmundur Stefánsson sáttasemjari segir þrátt fyrir það að ekki sé tímabært að hann skerist beint í leikinn með miðlunartillögu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×