Innlent

Lögregluskýrslan tilbúin

"Skýrslan er tilbúin á borði mínu og nú er ég að vega og meta næstu skref í málinu," segir Helgi Jensson, sýslufulltrúi á Egilsstöðum, en lögreglan hefur lokið rannsókn sinni á tildrögum banaslyssins sem varð í Hafrahvammagljúfrum í mars. Bæði lögreglan og Vinnueftirlitið rannsökuðu slysið og gerði Vinnueftirlitið strax athugasemdir við upphaf rannsóknar sinnar. Niðurstöður Vinnueftirlitsins munu ekki liggja fyrir strax en Helgi vill ekki upplýsa hvort lögreglurannsóknin gefi tilefni til ákæru. "Skýrslan er nokkur hundruð blaðsíður að lengd en á þessu stigi er ómögulegt að upplýsa um næstu skref. Það verður tekin ákvörðun næstu daga og þá í samráði við saksóknara og aðra. Starfsmaðurinn sem lést starfaði fyrir Arnarfell, sem er undirverktaki Impregilo við framkvæmdirnar að Kárahnjúkum, en öryggismál á svæðinu heyra að flestu leyti undir Ítalina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×