Börn læri á umferðina 22. ágúst 2004 00:01 Það er ekki nóg að kaupa nýja skólatösku, fín pennaveski, bækur og skólaföt, þegar stóri dagurinn rennur upp og börnin hefja skólagöngu. Það er ekki síður mikilvægt að brýna fyrir þeim að fara varlega í umferðinni. Þúsundir sex ára barna hefja skólagöngu í vikunni og flest þeirra bíða spennt eftir fyrsta skóladegi. Mörg börn þurfa að fara yfir götu á leið í skólann og það er því eitt og annað mikilvægt sem foreldrar þurfa að kenna börnum og brýna fyrir þeim í tengslum við umferðina. Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar, segir að fyrst og fremst þurfi að kenna börnunum að þekkja stystu og öruggustu leiðina í skólann. Hvernig þau eigi að haga sér í kringum gangbrautir og nota þau verkfæri sem til eru, eins og umferðarmerki og ljós. Foreldrar þurfi að tryggja að börnin þekki þessa leið og hann hvetur þá einnig til að ganga með börnunum fyrstu dagana. Kjartan segir ekki síður mikilvægt að benda ökumönnum á að fara varlega þegar ekið er nálægt skólum. Það vakti athygli fréttamanns í dag þegar ekið var eftir Langarima í Grafarvogi, sem er fjölfarin gata við Rimaskóla, að ökumenn eru varaðir við að börn séu á ferð, en engin merkt gangbraut er við götuna. Kjartan segir að í þessum efnum sé pottur brotinn víða í Reykjavík. Hann segir sums staðar engar gangbrautir til staðar. Þá sé allt of víða þrengingar og hraðahindranir sem ætlast sé til að séu notuð líkt og gangbrautir en séu ekki merktar sem slíkar. Hann vill hins vegar sjá merki við þessa staði. Börnum sé kennt strax í upphafi umferðarfræðslu að þekkja þessi merki en síðan séu þau ekki notuð. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Það er ekki nóg að kaupa nýja skólatösku, fín pennaveski, bækur og skólaföt, þegar stóri dagurinn rennur upp og börnin hefja skólagöngu. Það er ekki síður mikilvægt að brýna fyrir þeim að fara varlega í umferðinni. Þúsundir sex ára barna hefja skólagöngu í vikunni og flest þeirra bíða spennt eftir fyrsta skóladegi. Mörg börn þurfa að fara yfir götu á leið í skólann og það er því eitt og annað mikilvægt sem foreldrar þurfa að kenna börnum og brýna fyrir þeim í tengslum við umferðina. Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar, segir að fyrst og fremst þurfi að kenna börnunum að þekkja stystu og öruggustu leiðina í skólann. Hvernig þau eigi að haga sér í kringum gangbrautir og nota þau verkfæri sem til eru, eins og umferðarmerki og ljós. Foreldrar þurfi að tryggja að börnin þekki þessa leið og hann hvetur þá einnig til að ganga með börnunum fyrstu dagana. Kjartan segir ekki síður mikilvægt að benda ökumönnum á að fara varlega þegar ekið er nálægt skólum. Það vakti athygli fréttamanns í dag þegar ekið var eftir Langarima í Grafarvogi, sem er fjölfarin gata við Rimaskóla, að ökumenn eru varaðir við að börn séu á ferð, en engin merkt gangbraut er við götuna. Kjartan segir að í þessum efnum sé pottur brotinn víða í Reykjavík. Hann segir sums staðar engar gangbrautir til staðar. Þá sé allt of víða þrengingar og hraðahindranir sem ætlast sé til að séu notuð líkt og gangbrautir en séu ekki merktar sem slíkar. Hann vill hins vegar sjá merki við þessa staði. Börnum sé kennt strax í upphafi umferðarfræðslu að þekkja þessi merki en síðan séu þau ekki notuð.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira