Innlent

Heimastjórnarhátíð fyrir almenning

Vestfirðingar héldu Heimastjórnarhátíð alþýðunnar í gær og var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sérstakur gestur hátíðarinnar. Hátíðin hófst klukkan eitt í gær með því að kveikt var samtímis á kyndlum í sex byggðarlögum Ísafjarðarsýslna, í Bolungarvík, Súðavík, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Ísafirði. Síðan var hlaupið með kyndlana til Ísafjarðar og komu kyndilberar með þá inn á Silfurtorg klukkan átta í gærkvöldi, þar sem hátíðin var formlega sett með því að tendra á Heimastjórnarkyndlinum. Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussajef, voru sérstakir heiðurgestir en Silfurtorgið var þéttskipað fólki. Aðalhvatamaður að Heimastjórnarhátíð alþýðunnar, Jón Fanndal Þórðarson, flutti ávarp en hann taldi að Heimastjórnarafmælið hefði einnig átt að vera fyrir almenning en ekki aðeins ráðamenn. Forseti Íslands flutti hins vegar aðalræðuna í gærkvöldi. Heimastjórnarhátíð alþýðunnar lauk með flugeldasýningu yfir Skutulsfirði klukkan ellefu í gærkvöldi. Myndin er af Jóni Fanndal Þórðarsyni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×