Innlent

Fjölmennasta Maraþon til þessa

Fjölmennasta Reykjavíkurmaraþon til þessa stendur nú yfir. Þorfnnur Ómarsson, fréttamaður er staddur í miðborg Reykjavíkur. Hann segir erfitt að segja nákvæmlega hve margir taka þátt í hlaupinu þar sem mikill fjöldi fólks skráði sig í morgun. Telur hann líklegt að góða veðrið hafi dregið fólk á fætur. Metið frá árinu 1994 sé þó fallið. Þá tóku þátt 3700 manns en í hlaupinu í dag eru að minnsta kosti 3800. Þorfinnur segir að 800 manns hafi bæst við í skemmtiskokkið í gær og 3-400 manns í morgun. Hann segir mikla stemmningu ríkja í miðbænum, bongótrommur hvetji hlaupara áfram og ekki spilli veðrið fyrir. Þá telur hann alls ekki vanáætlað að búast við 100 þúsund manns á flugeldasýninguna í kvöld þegar 3000 bombum verður skotið á loft af Miðbakkanum. Í fyrra hafi mannfjöldinn verið um 100 þúsund og þá hafi rignt. Nú í góða veðrinu megi því búast við að tala fólks verði ekki minni. Þorfinnur bendir á að hægt er að hringja í síma 595-6633. Þá svarar tölvusími og þegar sagt er orðið "núna", segir síminn hvaða menningarviðburðir eru á daskrá næsta klukkutímann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×