Innlent

Ásatrúarmenn mótmæla virkjun

Ásatrúarfélagið og Náttúruvaktin standa fyrir mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun á virkjunarsvæðinu í dag. Ásatrúarmenn með Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoða í fararbroddi, halda blót við Kárahnjúka og helga land. Hópur frá Náttúruvaktinni mun einnig safnast þar saman til að votta landi sem fara mun undir vatn virðingu sína, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ásatrúarmönnum. Blótið verður haldið við Lindur sem verða um 70 metrum undir vatnsborði væntanlegs lóns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×