Sameining HR og THÍ í burðarliðnum 23. ágúst 2004 00:01 Forystumenn Tækniháskóla Íslands (THÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR) hafa átt í viðræðum undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna þessara tveggja háskóla að frumkvæði menntamálaráðuneytisins. Það er mat forystumanna skólanna jafnt sem ráðuneytisins að sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag felist í sameiningu skólanna að því er segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að með samruna THÍ og HR yrði til stór og öflugur háskóli er hefði náin tengsl við íslenskt atvinnulíf og gæti gegnt mikilvægu hlutverki á mörgum sviðum í íslensku háskólasamfélagi. Nemendur HR eru nú 1.400 og nemendur THÍ tæplega 1000. Nýr háskóli á grunni þessara tveggja skóla yrði því einn af stærstu háskólum landsins. Síðastliðið vor varð ljóst að framtíðarhugmyndir stjórnenda háskólanna tveggja hnigu að mörgu leyti í sömu átt. Innan HR og THÍ voru uppi hugmyndir um að efla nám á sviði tæknimenntunar og stefna að kennslu í verkfræði. Þá hafa báðir skólarnir unnið að því á síðustu árum að byggjaupp öflugt nám á sviði rekstrar- og viðskiptafræða og eru greinarnar nú kenndar á báðum stöðum. Í ljósi þessa taldi menntamálaráðherra rökrétt að kanna hvort flötur væri á samstarfi og jafnvel samruna skólanna áður en lengra væri haldið. Smæð íslenskra háskóla hefur að sumu leyti staðið þeim fyrir þrifum. Á Íslandi eru nú starfræktar níu kennslustofnanir á háskólastigi og hafa undanfarin ár einkennst af mikilli grósku og nýsköpun í háskólaumhverfinu. Sterk rök hníga hins vegar að því að ávinningur kunni að vera af aukinni samvinnu milli háskóla að því er segir í tilkynningunni. Íslenskir háskólar eru ekki aðeins að keppa á íslenskum markaði heldur einnig á alþjóðlegum markaði um rannsóknarfé, kennara og nemendur. Það er því hagur skólanna að sameina kraftana til frekari uppbyggingar samhliða því sem gæði námsframboðs, kennslu og rannsókna eru aukin. Í tilkynningu menntamálaráðuneytisins segir að að loknum óformlegum þreifingum hafi verið ljóst að kostir samruna voru jafnvel fleiri en talið var í fyrstu og því ákveðið að hefja nú formlegar viðræður um samruna skólanna tveggja. Samráð hefur verið haft við Verslunarráð Íslands, sem rekur Háskólann í Reykjavík, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Hafa allir þeir er að málinu hafa komið lýst yfir ánægju með að hefja formlegar viðræður um málið og telja að samruni skólanna geti styrkt stöðu viðskipta- og tæknimenntunar á Íslandi og þar með styrkt samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Formlegum viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum og stefnt er að því að niðurstöður þeirra liggi fyrir í lok september. Myndin er af Háskólanum í Reykjavík. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Forystumenn Tækniháskóla Íslands (THÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR) hafa átt í viðræðum undanfarnar vikur um samvinnu eða samruna þessara tveggja háskóla að frumkvæði menntamálaráðuneytisins. Það er mat forystumanna skólanna jafnt sem ráðuneytisins að sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag felist í sameiningu skólanna að því er segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að með samruna THÍ og HR yrði til stór og öflugur háskóli er hefði náin tengsl við íslenskt atvinnulíf og gæti gegnt mikilvægu hlutverki á mörgum sviðum í íslensku háskólasamfélagi. Nemendur HR eru nú 1.400 og nemendur THÍ tæplega 1000. Nýr háskóli á grunni þessara tveggja skóla yrði því einn af stærstu háskólum landsins. Síðastliðið vor varð ljóst að framtíðarhugmyndir stjórnenda háskólanna tveggja hnigu að mörgu leyti í sömu átt. Innan HR og THÍ voru uppi hugmyndir um að efla nám á sviði tæknimenntunar og stefna að kennslu í verkfræði. Þá hafa báðir skólarnir unnið að því á síðustu árum að byggjaupp öflugt nám á sviði rekstrar- og viðskiptafræða og eru greinarnar nú kenndar á báðum stöðum. Í ljósi þessa taldi menntamálaráðherra rökrétt að kanna hvort flötur væri á samstarfi og jafnvel samruna skólanna áður en lengra væri haldið. Smæð íslenskra háskóla hefur að sumu leyti staðið þeim fyrir þrifum. Á Íslandi eru nú starfræktar níu kennslustofnanir á háskólastigi og hafa undanfarin ár einkennst af mikilli grósku og nýsköpun í háskólaumhverfinu. Sterk rök hníga hins vegar að því að ávinningur kunni að vera af aukinni samvinnu milli háskóla að því er segir í tilkynningunni. Íslenskir háskólar eru ekki aðeins að keppa á íslenskum markaði heldur einnig á alþjóðlegum markaði um rannsóknarfé, kennara og nemendur. Það er því hagur skólanna að sameina kraftana til frekari uppbyggingar samhliða því sem gæði námsframboðs, kennslu og rannsókna eru aukin. Í tilkynningu menntamálaráðuneytisins segir að að loknum óformlegum þreifingum hafi verið ljóst að kostir samruna voru jafnvel fleiri en talið var í fyrstu og því ákveðið að hefja nú formlegar viðræður um samruna skólanna tveggja. Samráð hefur verið haft við Verslunarráð Íslands, sem rekur Háskólann í Reykjavík, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Hafa allir þeir er að málinu hafa komið lýst yfir ánægju með að hefja formlegar viðræður um málið og telja að samruni skólanna geti styrkt stöðu viðskipta- og tæknimenntunar á Íslandi og þar með styrkt samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Formlegum viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum og stefnt er að því að niðurstöður þeirra liggi fyrir í lok september. Myndin er af Háskólanum í Reykjavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira