Innlent

Fullar fangageymslur

Alls komu 29 manns við í fangageymslum lögreglunnar í tengslum við skemmtanahald eftir Menningarnótt. Hluti þeirra stoppaði við í skemmri tíma á meðan þeir voru að ná áttum en aðrir dvöldu lengur. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík voru fimmtán inni þegar ný vakt tók við klukkan sjö í gærmorgun og voru þar með öll pláss í fangageymslunum fullnýtt. Maður kom í manns stað þegar einstaklingar losnuðu út til klukkan níu um morguninn. Til klukkan ellefu var mikill erill hjá lögreglunni og voru allir bílar úti við störf fram undir hádegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×