Innlent

Viðbúnaður á Menningarnótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan í Reykjavík verða með stjórnstöð, viðbragðslið og búnað á afgirtu svæði við Arnarhól á Menningarnótt. Þaðan verða gerð út tæki og mannskapur ef á þarf að halda í tengslum við viðburði kvölds og nætur. Um miðnætti er gert ráð fyrir að um 60 lögreglumenn verði við störf. Um er að ræða viðbragðslið á lögreglubílum, lögreglulið sem sinnir sérstaklega umferðarstjórnun, gönguhópa sem fara um miðborgina og lögreglumenn sem sinna sérhæfðari störfum. Jafnframt verða á vakt eftirlitshópar lögreglu, Íþrótta- og tómstundaráðs og félagsþjónustunnar sem fylgjast sérstaklega með málefnum ungmenna. Slökkviliðið verður með tvo sjúkrabíla, slökkvibíl og körfubíl á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×