Halldór kannast ekki við óánægju 22. ágúst 2004 00:01 "Ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi staðið sig illa hvað þetta varðar," segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vegna þeirrar ólgu sem verið hefur í flokknum vegna þeirrar ákvörðunar að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraembætti þann 15. september. Hann segist enga vitneskju hafa um óánægju innan flokks síns þrátt fyrir fréttir þess efnis undanfarna daga. Fjölmargir innan flokksins hafa opinberlega lýst yfir óánægju sinni. Jafnréttisfulltrúi flokksins hefur lýst því yfir að klofningsframboð komi til greina og formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir formanninn hafa kastað stríðshanskanum með ákvörðun sinni. Framsóknarmaðurinn Elsa Björk Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir ljóst að séu viðbrögð formannsins á þennan veg sé það enn frekar staðfesting á því að eitthvað sé að innan flokksins. "Ef Halldór viðurkennir ekki vandann er lítil von til að sættir verði eða breytingar gerðar. Mín tilfinning er þó sú að hljóðið í mörgum framsóknarmönnum sé það þungt að þetta hverfi ekkert, ef það er það sem formaðurinn vonar. Ég trúi einfaldlega ekki öðru en hann viti af ástandinu í flokknum enda hafa fregnir af því verið í fjölmiðlum og víðar að undanförnu." Halldór fullyrðir þó að engrar óánægju gæti sér vitandi og undrast fregnir af slíku. "Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð borið hag kvenna fyrir brjósti og lagt mikið upp úr öflugu starfi þeirra. Konur úr flokknum hafa gegnt embætti ráðherra í 16 ár meðan konur samanlagt í öllum öðrum flokkum hafa gegnt þeim starfa í 17 ár. Staðreyndin er líka sú að fjölgun hefur orðið í flokknum undanfarna mánuði og ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi staðið sig illa hvað þetta varðar." albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
"Ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi staðið sig illa hvað þetta varðar," segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vegna þeirrar ólgu sem verið hefur í flokknum vegna þeirrar ákvörðunar að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraembætti þann 15. september. Hann segist enga vitneskju hafa um óánægju innan flokks síns þrátt fyrir fréttir þess efnis undanfarna daga. Fjölmargir innan flokksins hafa opinberlega lýst yfir óánægju sinni. Jafnréttisfulltrúi flokksins hefur lýst því yfir að klofningsframboð komi til greina og formaður Sambands ungra framsóknarmanna segir formanninn hafa kastað stríðshanskanum með ákvörðun sinni. Framsóknarmaðurinn Elsa Björk Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir ljóst að séu viðbrögð formannsins á þennan veg sé það enn frekar staðfesting á því að eitthvað sé að innan flokksins. "Ef Halldór viðurkennir ekki vandann er lítil von til að sættir verði eða breytingar gerðar. Mín tilfinning er þó sú að hljóðið í mörgum framsóknarmönnum sé það þungt að þetta hverfi ekkert, ef það er það sem formaðurinn vonar. Ég trúi einfaldlega ekki öðru en hann viti af ástandinu í flokknum enda hafa fregnir af því verið í fjölmiðlum og víðar að undanförnu." Halldór fullyrðir þó að engrar óánægju gæti sér vitandi og undrast fregnir af slíku. "Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð borið hag kvenna fyrir brjósti og lagt mikið upp úr öflugu starfi þeirra. Konur úr flokknum hafa gegnt embætti ráðherra í 16 ár meðan konur samanlagt í öllum öðrum flokkum hafa gegnt þeim starfa í 17 ár. Staðreyndin er líka sú að fjölgun hefur orðið í flokknum undanfarna mánuði og ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi staðið sig illa hvað þetta varðar." albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira