Innlent

Hitasvæði í Eyjafirði rannsakað

Gríðarlega fjölbreytt dýra- og plöntulíf er á jarðhitasvæðinu í Eyjafirði. Búið er að mynda hóp vísindamanna sem á að rannsaka svæðið frekar. Hitasvæðið í Eyjafirði er algerlega sjálfstætt hitakerfi að ræða og er ekkert tengt svæðinu sem fannst annars staðar í firðinum fyrir nokkrum árum. Nýja svæðið er vestar í firðinum og uppgötvaðist þegar verið var að kanna með lagningu heitavatnsleiðslu frá Hjalteyri og yfir til Grenivíkur, vegna upphitunar í byggðakjarnanum þar. Að sögn Bjarna Gautasonar jarðfræðings er grynnsta strýtan á 25 metra dýpi og er 10 metra há og streymir rúmlega 77 gráðu heitt vatn úr strýtunum. Hann segir dýra- og plöntulíf mjög fjölbreytt á staðnum og að sjómenn hafi lengi rennt í grun að hitasvæði væri þarna en núna hefur það fengist staðfest svo óyggjandi sé. Bjarni segir þennan fund mjög spennandi og áhugi sé fyrir því að kanna botn Eyjarfjarðar alls. Rannsóknarhópur hefur verið stofnaður til frekari rannsókna á þessu sérstaka fyrirbæri. Bjarni segir það eiga eftir að koma í ljós hvort að hægt verður að nýta þennan hita á einhvern hátt. Hægt er að sjá fyrstu myndirnar sem náðst hafa af hitasvæðinu í Eyjafirði í VefTíVí-inu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×