Innlent

Hrun í stofni holugeitunga

Eitthvað varð til þess í náttúrufari landsins að mun minna er af holugeitungi nú síðsumars en útlit var fyrir í vor. "Það hefur eitthvað gerst, en ég hef ekki hugmynd um hvað," segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Í vor sagði hann meira um drottningar holugeitunga en nokkru sinni fyrr, en þeir eru viðskotaillir og af þeirri tegund sem fólki er hvað verst við. "Það er eins og allt hafi hrunið seint í júlí, nú sér maður varla holugeitung á flugi í görðum." Erling bendir þó á að sérstakar aðstæður hafi verið uppi nú síðasumars. "Saman fóru mikill hiti og raki. Það er aldrei að vita hvaða áhrif það hefur haft á sveppi og bakteríur. Auðvitað gæti hafa komið upp sýking, en það er bara skot út í bláinn," sagði Erling og bætti við að hann samgleddist fólki að vera laust við geitungana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×