Innlent

Íslandsflugi dýrt spaug

Kostnaður vegna sprengjugabbs í flugvél Íslandsflugs hleypur á milljónum, segir Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins. Servíetta sem á hafði verið skrifað "bomb 9/11" fannst inni á salerni vélarinnar sem var á leið til Dyflinnar á Írlandi frá Napólí á Ítalíu. "Í framhaldinu var ákveðið að lenda á fyrsta flugvelli sem hefði upp á allan öryggisbúnað að bjóða," segir Ómar. Lent var í Lyon í Frakklandi þar sem farangur var gegnumlýstur og leit gerð á farþegum, en franska lögreglan fer með rannsókn málsins. Mesti kostnaður flugfélagsins liggur að sögn Ómars í að vélin var ekki komin tímanlega í næstu flugferð og varð því að leigja aðra vél í þá för.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×