Fleiri fréttir

Álag á farsímakerfum

Nokkuð var um að viðskiptavinir símafyrirtækjanna, sem staddir voru í miðbæ Reykjavíkur þegar dagskrá Menningarnætur stóð sem hæst, næðu ekki sambandi með farsíma.

Fullar fangageymslur

Alls komu 29 manns við í fangageymslum lögreglunnar í tengslum við skemmtanahald eftir Menningarnótt. Hluti þeirra stoppaði við í skemmri tíma á meðan þeir voru að ná áttum en aðrir dvöldu lengur.

Halldór kannast ekki við óánægju

"Ég get ekki séð hvernig því verður haldið fram að Framsóknarflokkurinn hafi staðið sig illa hvað þetta varðar," segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vegna þeirrar ólgu sem verið hefur í flokknum vegna þeirrar ákvörðunar að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraembætti þann 15. september.

Erfitt að gera betur en þetta

"Það sem hjálpaði mest við að gera Menningarnótt eins vel heppnaða og raun bar vitni var þetta dásamlega veður sem var allan daginn," segir Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Menningarnætur í Reykjavík. Hátíðinni lauk í fyrrakvöld með einni mestu flugeldasýningu sem sést hefur í borginni fyrir utan gamlárskvöld.

Rúnar Alexandersson í sjöunda sæti

Rúnar Alexandersson fimleikamaður keppti í gærkvöld í úrslitum á bogahesti á Ólympíuleikunum í Aþenu. Rúnar hlaut einkunnina 9.725 og varð í sjöunda sæti af þeim átta sem komust í úrslit.

Hrun í stofni holugeitunga

Eitthvað varð til þess í náttúrufari landsins að mun minna er af holugeitungi nú síðsumars en útlit var fyrir í vor. "Það hefur eitthvað gerst, en ég hef ekki hugmynd um hvað," segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Berast með grænmeti og ávöxtum

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, kannast ekki við að nýjar tegundir kóngulóa séu að nema hér land, en nýverið greindi DV frá því að fólk í Grafarvogi hefði rýmt hjá sér hús og látið eitra vegna ókennilegrar svartrar kóngulóar.

Fundur Framsóknarkvenna færður

Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn.

Viðbúnaður á Menningarnótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan í Reykjavík verða með stjórnstöð, viðbragðslið og búnað á afgirtu svæði við Arnarhól á Menningarnótt. Þaðan verða gerð út tæki og mannskapur ef á þarf að halda í tengslum við viðburði kvölds og nætur.

Búist við 100 þúsund manns

Búast má við að hátt í 100 þúsund manns taki þátt í Menningarnótt í Reykjavík, sem haldin er í níunda sinn í dag. Dagskráin hefst klukkan ellefu þegar Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, setur Menningarnótt formlega og ræsir Reykjavíkurmaraþon í Lækjargötu.

Lagði hald á 400 grömm

Lögreglan í Hafnarfirði lagði í gærkvöldi hald á tæp 400 grömm af fíkniefnum, sem fundust í húsi í bænum. Þetta var einkum hass en einnig lítilræði af amfetamíni. Einn maður var handtekinn en síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Heimastjórnarhátíð fyrir almenning

Heimastjórnarhátíð alþýðunnar verður haldin á Ísafirði í dag. Sigurður Pétursson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að vegna þess að heimastjórnarhátíðin í vetur hafi verið bundin við ákveðna hópa í þjóðfélaginu hafi verið ákveðið að halda hátíð fyrir allan almenning.

Fjölmennasta Maraþon til þessa

Fjölmennasta Reykjavíkurmaraþon til þessa stendur nú yfir. Þorfnnur Ómarsson, fréttamaður er staddur í miðborg Reykjavíkur. Hann segir erfitt að segja nákvæmlega hve margir taka þátt í hlaupinu þar sem mikill fjöldi fólks skráði sig í morgun. Telur hann líklegt að góða veðrið hafi dregið fólk á fætur.

3800 tóku þátt í Maraþoni

Um 3.800 manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem enn stendur yfir í miðborg Reykjavíkur. Hlaupið hófst klukkan ellefu í morgun en ekki er búist við síðustu keppendum í mark fyrr en síðar í dag.

Miðborgin meira og minna lokuð

Miðborg Reykjavíkur hefur meira og minna verið lokað fyrir bílaumferð. Þannig eru allar götur í Kvosinni eingöngu ætlaðar gangandi vegfarendum í dag og í kvöld. Lækjargata er lokuð, Fríkirkjuvegur og Vonarstræti eru lokaðar allri bílaumferð nema strætisvögnum.

Lögreglukór og vatnadansmeyjar

Lögreglukórinn mun syngja kl. 18 á menningarnótt bæði fyrir utan og utan á lögreglustöðinni við Hlemm. Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur mun jafnframt sýna listir sínar og yndisþokka. En Lögreglukórinn og Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur, hafa einu sinn áður leitt saman hesta sína. Vinnupallar eru á lögreglustöðinni vegna viðhalds og verða þeir nýttir sem sviðsmynd.

Lýsa stuðningi við ráðherraval

Stjórnir allra Framsóknarfélaga í Reykjavíkurkjördæmi norður lýsa í ályktun stuðningi við þá niðurstöðu sem varð í ráðherravali Framsóknarflokksins. Í ályktun félaganna segir að formaður og þingflokkur Framsóknarflokksins hafi tekið erfiða en óhjákvæmilega ákvörðun, að skipa ráðherra í væntanlega ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar.

Mótorhjól til styrktar börnum

Harley Davidson klúbburinn á Íslandi greip til nýstárlegrar fjáröflunar í dag í tengslum við menningarnótt í Reykjavík. Félagar í klúbbnum, sem eðli málsins samkvæmt eiga Harley Davidson mótórhjól, buðu hverjum sem prófa vildi að fara í stuttan ökutúr sem farþegi á Harley Davidson.

Öryggismál komin í lag

Vinna við stærsta steypumannvirki Íslandssögunnar, undirstöður Kárahnjúkastíflu, er komin á fullt á ný. Trúnaðarmaður starfsmanna segir öryggismál á svæðinu komin í lag, eftir banaslysið sem varð í mars.

Segja verðkannanir illa unnar

Verðkannanir á skólavörum eru illa unnar og þar með marklausar. Þetta fullyrða eigendur bóka- og ritfangaverslana, sem telja sumar verslanir beita blekkingum til að koma sem best út í verðkönnunum.

Listamannaþing á Eiðum

Listamannaþingi lauk á Eiðum í dag. Tugur innlendra og erlendra listamanna sótti þingið. Sigurjón Sighvatsson, einn eigenda Eiða, segir starfsemina þar hafa verið mjög jákvæða. Á þriðja tug gesta sóttu Listamannaþing Eiða sem staðið hefur í fjóra daga

Ætla að grípa til aðgerða

Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi.

Olíuverð áhrif á sjávarútveg

Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu getur aukið kostnað íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um allt að þrjá milljarða króna á þessu ári að sögn Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Hann segir rekstrargrundvöll margra útgerðarmanna í hættu.

3.821 í Reykjavíkurmaraþoni

3.821 maður tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem fram fór í blíðskaparveðri í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr. Reykjavíkurmaraþon markar upphaf Menningarnætur í Reykjavík. Hlauparar í heilu maraþoni lögðu reyndar af stað klukkan tíu, en rétt fyrir ellefu gátu aðrir hitað upp í takt.

Björk óvæntur gestur

Mikill mannfjöldi er nú í miðbæ Reykjavíkur þar sem fram fer menningarnótt í níunda sinn. Lögreglan áætlar að allt að 100 þúsund manns verði í bænum í kvöld, líklega fleiri en áður hafa komið saman hérlendis.

Góður andi á Menningarnótt

;Ég er búin að þvælast út um allan bæ og hef farið á þá staði þar sem fjöldinn hefur verið þéttastur og ég er hreinlega að rifna úr hamingju. Andinn í bænum er rosalega fínn," sagði Sif Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarnætur, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gærkvöld.

Fartölvustuldur færist í vöxt

Þjófnaður á fartölvum færist í vöxt í upphafi skólaárs og beinir lögregla þeim tilmælum til fólks að skilja fartölvur sínar ekki eftir í mannlausum bílum. Í morgun var tveim fartölvum stolið í Reykjavík. .

Mannlaus vörubíll rann tugi metra

Tæplega níu tonna mannlaus vörubíll með tengivagni rann tugi metra fyrir ofan Smárlind í gærkvöldi, en stöðvaðist þar sem tengivagninn snerist og ölli því ekki tjóni. Bílstjóri vörubílsins yfirgaf bílinn rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og gleymdi að setja stöðuhemla á hann, með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað, að sögn lögreglunnar í Kópavogi.

Tölvukerfi maraþons hrundi

Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons urðu fyrir því óláni í morgun að tölvukerfi, sem heldur utan um skráningu keppenda, hrundi. Af þeim sökum verður ekki unnt að byrja að afhenda keppendum gögn nú á hádegi, eins og til stóð, og frestast það til klukkan tvö.

Munu fara í skaðabótamál

Erfingjar Halldórs Laxness, hafa í engu breytt þeirri ákvörðun sinni að fara í skaðabótamál við Hannes Hólmstein Gissurarson. Héraðsdómur Reykjavíkur bannaði í gær siðanefnd Háskóla Íslands að fjalla um kæru erfingja Halldórs Laxness, á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni

Clinton hittir íslenska ráðamenn

Bill Clinton mun hitta íslenska ráðamenn á þriðjudaginn kemur, þegar hann verður hér á landi ásamt eiginkonu sinni og sendinefnd Bandaríkjaþings. Leynd hefur ríkt yfir því hvað Clinton-hjónin hyggðust gera hér á landi á þriðjudaginn, en eins og Stöð 2 og Bylgjan hafa greint frá verða þau hér í tengslum við heimsókn sendinefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Slæmt fyrir jafnréttirbaráttuna

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir Framsóknarflokkinn hafa tekið skref aftur á bak í jafnréttisbaráttu kynjanna og það eigi eftir að kosta flokkinn fylgi í næstu kosningum. Brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ráðherrastóli veiki ríkisstjórnina og hugmyndir um frekari breytingar á ráðherraliði flokksins haldi óvissu innan Framsóknarflokksins gangandi.

Hættir þátttöku í þjóðfélagsumræðu

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, segir að ef hann fái embætti hæstaréttardómara, muni hann hætta allri þátttöku í þjóðfélagsumræðunni. Hann hefur um árabil tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni, og verið þar með hvassari pennum. Hann hefur einnig verið eftirsóttur álitsgjafi hjá öllum fjölmiðlum landsins.

Arðsemi menntunar á Íslandi

Háskólamenntun kvenna er sú menntun sem skilar mestri arðsemi samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Í skýrslunni, sem unnin var af Jóni Bjarka Bentssyni og Þórhalli Ásbjörnssyni kemur fram að háskólanám skilar konum tæplega 11% einkaarðsemi, en körlum aðeins rúmum fimm prósentum.

Virkjunin rannsökuð og metin

Stærsta virkjanaverkefni Íslands til þessa , Kárahnjúkavirkjun, verður rannsakað og metið af vísindamönnum. Þetta kom fram á kynningu sem haldin var á Egilsstöðum í tengslum við fund norrænu félagsmálaráðherranna.

Endurnýjanleg orka í brennidepli

Umhverfisráðherrar Norðurlanda verða með endurnýjanlega orku í brennidepli, nýjar orkulindir og baráttuna gegn loftslagsbreytingum, þegar þeir hittasta í Reykjavík í næstu viku.

Mikið um að vera

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, býður leikhúsgestum upp á hlaðborð full af kræsingum í vetur. Leikfélagið sjálft verður með fjórar frumsýningar, og auk þess verða fjórar gestaleiksýningar, þar af ein frá Hollandi.

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Héraðsdómur í Reykjavík dæmdi í dag mann í 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Brot mannsins voru meðal annars þau að hann rændi söluturn á Laugarvatni, og ógnaði afgreiðslustúlku þar, með rörtöng. Hann stal einnig bíl í Reykjavík, og ók honum undir áhrifum eiturlyfja.

Slökkvistarfi lokið við Smáralind

Greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp í vesturenda Smáralindar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Eldurinn kom upp í klæðningu utaná húsinu en reyndist vera minniháttar. Ekki er vitað nánar um eldsupptök.

Kostnaður eykst um 2,4 milljarða

Landssamband íslenskra útvegsmanna telur að hækkað markaðsverð á olíu kunni að fela í sér kostnaðarauka upp á 2,4 milljarða fyrir íslenska útgerð á ársvísu.

Segir engar gleiðlinsur notaðar

Arkitekt sem vann að kynningarbæklingi fyrir bæjarstjórn Seltjarnarness, vegna fyrirhugaðra blokkabygginga þar, segir að engar gleiðlinsur hafi verið notaðar við tökurnar. Stöð 2 sýndi mynd í fréttum af fyrirhuguðum blokkum á Seltjarnarnesi.

Ekki allir ósáttir við biðlista

Lögmálið um framboð og eftirspurn gildir í heilbrigðiskerfinu jafnt sem annars staðar og þurfa stjórnendur ríkissjúkrahúsa því að vera vakandi fyrir þeim sem hag hafa af því að skapa langa biðlista. Þetta segir Jeremy Hurst, sérfræðingur OECD í heilsuhagfræði, sem benti á þá staðreynd að ekki tapa allir á löngum biðlistum.

Menningarnótt hefst á morgun

Menningarnótt er fyrir löngu orðinn einn vinsælasti viðburður ársins. Hátt í 100 þúsund manns hafa lagt leið sína í miðbæinn þennan dag, og má segja að um nokkurskonar fjölskyldkarnival sé að ræða frá morgni til kvölds.

Jón Steinar hefur þegar sótt um

Jón Steinar Gunnlaugsson hefur þegar skilað inn umsókn um stöðu Hæstaréttadómara, þótt umsóknarfrestur renni ekki út fyrr en eftir viku. Ragnar H. Hall, sem Hæstiréttur taldi, ásamt Eiríki Tómassyni, heppilegastan til að fá stöðu dómara í fyrra, ætlar ekki að sækja um stöðuna, enda virði ráðherra ekki stjórnsýslureglur um stöðuveitingar.

Ákæra gegn boxurum tekin fyrir

Ákæra gegn tveimur fyrrverandi landsliðsmönnum í hnefaleikum var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Mennirnir reyndu að smygla rúmlega 300 grömmum af kókaíni til landsins í lok síðasta árs. Annar mannanna er fluttur úr landi, en verjandi hans segir hann ekki á flótta undan réttvísinni.

Sjá næstu 50 fréttir