Innlent

Endurnýjanleg orka í brennidepli

Umhverfisráðherrar Norðurlanda verða með endurnýjanlega orku í brennidepli, nýjar orkulindir og baráttuna gegn loftslagsbreytingum, þegar þeir hittasta í Reykjavík í næstu viku. Orkutækni verður þema á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember og á þemafundi framkvæmdstjórnar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Reiknað er með því að ráðherrarnir muni samþykkja nýja umhverfisstefnu fyrir árið 2005 til 2008 á fundinum. Megin efni í nýju stefnunni eru umhverfi og heilsa, hafið, náttúran, menningarlandslag og útivist og sjálfbær neysla og framleiðsla. Einnig hafa verið gerð drög að nýrri stefnu fyrir sjálfbæra þróun sem ráðherrarnir munu taka afstöðu til. Á ráðherrafundinum verður einnig rætt um losun geislavirks úrgangs frá Sellafield og Norræna umhverfisþróunarsjóðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×