Innlent

Stein­dór Örn endur­kjörinn for­maður Hall­veigar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ný stjórn Hallveigar. Frá vinstri til hægri, Sveindís Guðmundsdóttir, Agla Arnars Katrínardóttir, Steindór Örn Gunnarsson, Brynjar Bragi Einarsson, Agnes Lóa Gunnarsdóttir og Egill Hermannsson.
Ný stjórn Hallveigar. Frá vinstri til hægri, Sveindís Guðmundsdóttir, Agla Arnars Katrínardóttir, Steindór Örn Gunnarsson, Brynjar Bragi Einarsson, Agnes Lóa Gunnarsdóttir og Egill Hermannsson.

Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024.

Eftirfarandi hlutu kjör á aðalfundinum síðastliðinn fimmtudag:

  • Steindór Örn Gunnarsson, smiður
  • Agla Arnars Katrínardóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði
  • Agnes Lóa Gunnarsdóttir, ökukennari
  • Ásmundur Jóhannsson, samgönguverkfræðingur
  • Brynjar Bragi Einarsson, nemandi í menntaskólanum við Hamrahlíð
  • Egill Hermannsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur
  • Sveindís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Sahara og meistaranámsnemi í forystu og stjórnun

Í tilkynningu er haft eftir Steindóri að hann geti ekki ímyndað sér hæfari hóp í komandi kosningar.

„Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill raunverulegar breytingar í Reykjavík og hefur raunsæjar hugmyndir til þess. Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá með úreltar hugmyndir frá tíunda áratugnum um uppbyggingu á Geldinganesi og niðurskurð í velferðarkerfum og Framsókn vill að borgin fjármagni uppbyggingu og rekstur einkarekinna leikskóla,“ segir í ályktun félagsins og má af þessu ráða að Hallveig sé komin í kosningaham fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor.

 „Samfylkingin vinnur ekki með “quick fix” pælingar heldur gegnumgangandi framtíðarsýn og lausnir í mikilvægum málefnum,“ segir í tilkynningu Hallveigar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×