Innlent

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Héraðsdómur í Reykjavík dæmdi í dag mann í 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Brot mannsins voru meðal annars þau að hann rændi söluturn á Laugarvatni, og ógnaði afgreiðslustúlku þar, með rörtöng. Hann stal einnig bíl í Reykjavík, og ók honum undir áhrifum eiturlyfja. Maðurinn á að baki nokkurn sakferil. Hann var fyrst dæmdur fyrir hegningarlagabrot 1998 og alls hefur hann hlotið fimm refsidóma, síðast í apríl 2003. Þá var hann dæmdur í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi og fyrri dómur þá dæmdur upp. Ákærði hefur braut skilorð þess dóms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×