Innlent

Hættir þátttöku í þjóðfélagsumræðu

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, segir að ef hann fái embætti hæstaréttardómara, muni hann hætta allri þátttöku í þjóðfélagsumræðunni. Hann hefur um árabil tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni, og verið þar með hvassari pennum. Hann hefur einnig verið eftirsóttur álitsgjafi hjá öllum fjölmiðlum landsins. Jón Steinar hefur nú sótt um embætti hæstaréttardómara, og segir að ef hann fái embættið, verði mikil breyting á hans högum. Hann segir að í umsókn sinni um starfið felist skulbinding um að hætta allri þátttöku í umræðum um þjóðmálin. Það liggi í eðli málsins að dómarar geti ekki tekið slíkan þátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×