Innlent

Mótorhjól til styrktar börnum

Harley Davidson klúbburinn á Íslandi greip til nýstárlegrar fjáröflunar í dag í tengslum við menningarnótt í Reykjavík. Félagar í klúbbnum, sem eðli málsins samkvæmt eiga Harley Davidson mótórhjól, buðu hverjum sem prófa vildi að fara í stuttan ökutúr sem farþegi á Harley Davidson. Ekið var um nágrenni Laugardalshallar og kostaði túrinn þúsund krónur. Allur ágóði rann til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Söfnunin gekk vel að sögn hjólamanna og ráðgera þeir að endurtaka leikinn að ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×