Ætla að grípa til aðgerða 21. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Hátt í 40 óánægðar Framsóknarkonur hittust í hádeginu í dag til að ræða hvernig bregðast skuli við þeirri ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar og þingflokks Framsóknarflokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Þær segja megna óánægju með þessa ákvörðun og að hún sé ekki einskorðuð við þennan hóp og ekki við konur. Unnur Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Framsóknarkvenna, segir miklar aðgerðir á döfinni. Hún segir að á fundi Framsóknarkvenna í aðalstöðvum flokksins í Reykjavík verði tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið. Hún segir fréttir berast af því að fólk vilji ganga úr flokknum vegna óánægju. Hún mælist hins vegar til þess að fólk geri það ekki. Helst vilji hún fleiri í flokkinn til að koma á betra lýðræði flokknum. Unnur segir að á meðal þess sem rætt hafi verið sé að koma fleiri konum inn í áhrifastöður í flokknum á næsta Landsþingi. Þá velti þær fyrir sér að bjóða Halldóri Ásgrímssyni að velja sér einn stuðningsaðila úr hópnum til að verða sinn ráðgjafi. Framsóknarfélaögin úr Reykjavíkurkjördæmi norður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar svo og fullum stuðningi við þingmann sinn og ráðherra Árna Magnússon. Óánægðar Framsóknarkonur gefa ekki mikið fyrir þessa yfirlýsingu. Unnur segir Reykjavík norður vera einsleitan hóp, þar hafi verið stillt upp á lista fyrir síðustu kosningar með karlmenn í þremur efstu sætum. Halldór Ásgrímsson, boðaði frekari breytingar á ríkisstjórn eftir tvö ár. Unni finnst ekki mikið til þessarar yfirlýsingar formannsins koma. Hún segir hana storm í vatnsglasi. Skynsamlegra hefði verið að segja ekkert eða þá að segja bara nákvæmlega hvað hann ætli sér að gera. Það sé ekki taktískt að segja að eitthvað eigi að gerast eftir tvö ár. Unnur segir marga halda að í þessari yfirlýsingu hafi falist nokkurs konar ógnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Hátt í 40 óánægðar Framsóknarkonur hittust í hádeginu í dag til að ræða hvernig bregðast skuli við þeirri ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar og þingflokks Framsóknarflokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Þær segja megna óánægju með þessa ákvörðun og að hún sé ekki einskorðuð við þennan hóp og ekki við konur. Unnur Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Framsóknarkvenna, segir miklar aðgerðir á döfinni. Hún segir að á fundi Framsóknarkvenna í aðalstöðvum flokksins í Reykjavík verði tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið. Hún segir fréttir berast af því að fólk vilji ganga úr flokknum vegna óánægju. Hún mælist hins vegar til þess að fólk geri það ekki. Helst vilji hún fleiri í flokkinn til að koma á betra lýðræði flokknum. Unnur segir að á meðal þess sem rætt hafi verið sé að koma fleiri konum inn í áhrifastöður í flokknum á næsta Landsþingi. Þá velti þær fyrir sér að bjóða Halldóri Ásgrímssyni að velja sér einn stuðningsaðila úr hópnum til að verða sinn ráðgjafi. Framsóknarfélaögin úr Reykjavíkurkjördæmi norður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar svo og fullum stuðningi við þingmann sinn og ráðherra Árna Magnússon. Óánægðar Framsóknarkonur gefa ekki mikið fyrir þessa yfirlýsingu. Unnur segir Reykjavík norður vera einsleitan hóp, þar hafi verið stillt upp á lista fyrir síðustu kosningar með karlmenn í þremur efstu sætum. Halldór Ásgrímsson, boðaði frekari breytingar á ríkisstjórn eftir tvö ár. Unni finnst ekki mikið til þessarar yfirlýsingar formannsins koma. Hún segir hana storm í vatnsglasi. Skynsamlegra hefði verið að segja ekkert eða þá að segja bara nákvæmlega hvað hann ætli sér að gera. Það sé ekki taktískt að segja að eitthvað eigi að gerast eftir tvö ár. Unnur segir marga halda að í þessari yfirlýsingu hafi falist nokkurs konar ógnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira