Fleiri fréttir Hitametið á Vestfjörðum fallið Hitametið á Vestfjörðum féll á Ísafirði í gær þegar hitamælir á Skeiði í Skutulsfirði fór í 25,5 stig um hálf þrjúleytið í gær að því er vestfirski fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá. Metið verður þó trúlega ekki skráð í sögubækur því þar er fyrir umdeild 28,8 stiga mæling frá Lambavatni á Rauðasandi. 14.8.2004 00:01 Persson heimsækir Davíð Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svía, og eiginkonu hans á heimili sínu í Fáfnisnesi síðdegis. Persson hjónin hafa undanfarna daga verið í einkaheimsókn á Íslandi í framhaldi af fundi forsætisráðherra Norðurlanda um síðustu helgi. Fjölmiðlum hefur verið boðið að vera viðstaddir heimsóknina. 14.8.2004 00:01 Amazing Race á Íslandi Tökulið og keppendur frá Amazing Race sjónvarpsþættinum vinsæla eru komnir til Íslands. Í þættinum keppa nokkur pör í eins konar ratleik um heiminn og vinnur það par sem er útsjónarsamast í ferðalögum sínum og fljótast í förum. 14.8.2004 00:01 Stórkostleg upplifun Ólympíuleikarnir voru settir í 28. sinn í Aþenu í gærkvöld. Setningarhátíðin þótti takast sérstaklega vel. Þetta telst hafa verið ein stærsta sýning sem sett hefur verið upp með yfir fjögur þúsund listamenn. Björk Guðmundsdóttir var í stóru hlutverki en hún söng lag sitt Oceania, óð til sjávarins sem ekki gerir greinarmun á lýði eða löndum. 14.8.2004 00:01 Davíð verður utanríkisráðherra Davíð Oddsson segir að hann muni setjast í sæti utanríkisráðherra þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra hinn 15. september næstkomandi. 14.8.2004 00:01 Björgunarsveit kölluð til Síðdegis í gær óskaði lögreglan í Keflavík eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík vegna bifreiðar sem ekið hafði út af Ísólfsskálavegi í hrauninu, skammt austan við Ísólfsskála. Ekki var vitað um hvernig bifreið var að ræða en vitað var að vegfarandi á jeppa hafði reynt að aðstoða fólkið án árangurs. 14.8.2004 00:01 Samtök um atferlisgreiningu Samtök áhugafólks sem vilja efla vöxt og viðgang atferlisgreiningar á Íslandi verða stofnuð í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Atferlisgreining er aðferð til að afla þekkingar á hegðun manna og annarra dýra með frum- og nytjarannsóknum, og tækni til að beita þekkingunni sem fengist hefur. 14.8.2004 00:01 Fjölmenni á tónleikum í Kerinu Talið er að þrjú til fjögur þúsund manns hafi verið á tónleikum á afar sérstæðum stað á Suðurlandi í dag. Tónleikarnir fóru fram í hinu eina sanna Keri í Grímsnesi, fimm þúsund ára gömlum eldgíg. 14.8.2004 00:01 Heiðin gröf við Kolkuás Gröf sem talin er heiðin fannst við Kolkuás, nálægt Hólum í Hjaltadal, í vikunni. Mannabein og svínakjálki voru í gröfinni. Fundurinn er afar óvæntur segja fræðimenn sem vinna að uppgreftri á svæðinu. 14.8.2004 00:01 Kraftmeiri með hverjum degi "Mér líður ágætlega, þetta er allt að koma," sagði Davíð Oddsson þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti síðan hann var lagður inn á sjúkrahús hinn 21. júlí. 14.8.2004 00:01 Davíð verður utanríkisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra gerir ráð fyrir að taka við starfi utanríkisráðherra þegar Halldór Ásgrímsson tekur við sem forsætisráðherra hinn 15. september næstkomandi. Hann segir að herþoturnar á Keflavíkurflugvelli fari hvergi. 14.8.2004 00:01 Davíð verður utanríkisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar að taka við utanríkisráðuneytinu 15. september þegar Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu. Hann segist vera að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. 14.8.2004 00:01 Mesur hiti á Hellu Veðurblíðan heldur áfram að leika við landsmenn og var gott veður um allt land í gær. Hæstur mældist hitinn á Hellu og var 25 stig þegar mest var. 14.8.2004 00:01 Fjölmenni á dönskum dögum Talið er að 8.500 manns séu í Stykkishólmi um helgina þar sem danskir dagar eru haldnir hátíðlegir. Er það margföldun á íbúafjölda en um 1.200 manns eru búsettir í Hólminum. 14.8.2004 00:01 Hundrað milljónir á land Guðmundur Einarsson ÍS frá Bolungarvík skilaði mestum verðmætum að landi af smábátum á síðasta ári. Aflaverðmætið var rétt tæpar 100 milljónir króna en þetta er sjötta árið í röð sem Guðmundur trónir á toppnum. 14.8.2004 00:01 Stjórnaskipti í Heimdalli Bolli Thoroddsen, 23 ára verkfræðinemi, var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi þess í gær. Bolli hlaut 495 atkvæði en Helga Árnadóttir, sem einnig var í kjöri, 396. 14.8.2004 00:01 Starfsfólk undir miklu álagi Þingmenn eru á öndverðum meiði um ágæti sparnaðaraðgerða Landspítala. Pétur Blöndal telur enn hægt að hagræða í heilbrigðiskerfinu en Þuríður Backman hefur áhyggjur af afleiðingunum. </font /></b /> 14.8.2004 00:01 Sjúkraflutningamenn hóta uppsögnum Sjúkraflutningamenn við Kárahnjúka hótuðu uppsögnum vegna kjaramála og vinnuaðstæðna. Stöðugt eftirlit þarf með Impregilo til að launagreiðslur séu í lagi, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 14.8.2004 00:01 Húsbílaferð um landið Stærsti húsbílafloti sem farið hefur um Evrópu ferðast nú hringinn í kringum Ísland. Tveir Íslendingar standa að komu húsbílanna eitt hundrað og fjórtán hingað til lands en eigendur þeirra koma úr húsbílaklúbbum víðs vegar af Norðurlöndunum. 14.8.2004 00:01 Frestur landeigenda framlengdur Frestur landeigenda á Héraði til andmæla vegna fyrirhugaðs eignarnáms Landsvirkjunar á fimm jörðum hefur verið framlengdur um viku. Einn landeigendanna segir fullkomlega óeðlilegt að iðnaðarráðuneytið, sem sé beinn aðili að málinu, eigi að ákveða hvort Landsvirkjun fái leyfi til þess að leggja háspennulínu á Héraði. 14.8.2004 00:01 Samnorrænn svifflugdagur í dag Samnorrænn svifflugdagur var haldinn á Norðurlöndunum í dag. Hér á landi fór hann auðvitað fram á Sandskeiðinu. Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands, segir þennan dag helgast af því að svifflugmennirnir bjóði þeim sem vilji að fljúga. 14.8.2004 00:01 Paradís á jörð Hornstrandir skarta sínu fegursta í veðurblíðunni um þessar mundir. Töluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Hornstrandirnar í sumar til þess að njóta hrikalegrar náttúru og einstaks landslags. 14.8.2004 00:01 Brot og brák á hestbaki Tvær konur slösuðust þegar þær féllu af baki í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi. Önnur rifbeinsbrotnaði og hin brákaðist á hrygg. Þrennt var á ferð þegar hestar kvennanna fældust skyndilega og þær féllu af þeim. 13.8.2004 00:01 Fjölskylda slapp úr eldi Fjölskylda slapp naumlega og ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Talsverður eldur logaði í húsinu, sem er tveggja hæða raðhús, þegar fjölmennt slökkvilið kom á vettvang. 13.8.2004 00:01 Hvalaskoðunarbátur strandar Hvalaskoðunarbáturinn Náttfari frá Húsavík virðist vera óskemmdur eftir að hann strandaði með ferðamannahóp við Lundey, skammt frá Húsavík, í gærkvöldi. Sjötíu og sjö farþegar og fjórir skipverjar voru um borð og voru björgunarsveitir kallaðar út. 13.8.2004 00:01 Flóðið náði ekki upp í brúargólf Flóðið í Jöklu í gærkvöldi var mun minna en í fyrrakvöld og náði ekki upp í brúargólfið sem fór á kaf kvöldið áður. Flóðahættan virðist liðin hjá og er það í samræmi við reiknilíkan verkfræðistofunnar Vatnaskila um framvindu mála. 13.8.2004 00:01 Bíllinn vóg salt Ung kona upplifði skelfileg augnablik í bíl sínum vestur á Snæfellsnesi í gærkvöldi, sem líklega má líkja við hæga endursýningu í bíó, þegar bíll hennar vóg salt á vegkantinum um stund uns hann valt á hvolf ofan í læk. 13.8.2004 00:01 Borgarísjakar við Húnaflóa Stór borgarísjaki er á reki skammt frá landi undan Hornströndum út af Húnaflóa og einnig sást til borgarísjaka austar í gærkvöldi eða út af Skagatá, austan við Húnaflóa. Jakarnir eru á siglingaleiðum en þeir eiga að sjást í radar. 13.8.2004 00:01 Sjálfstjórn fiskimiða nauðsyn "Það er algjört grundvallaratriði að Íslendingar hafi sjálfsforræði yfir fiskimiðunum ef við göngum í Evrópusambandið," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ. 13.8.2004 00:01 Hannes er umdeildur "Hannes er umdeildur maður í þjóðfélaginu og innan Háskólans og telur sjálfur að krossferð hafi verið í gangi gegn honum," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, í dómsal í gær er málflutningur fór fram í lögbannsmáli Hannesar gegn Siðanefnd Háskóla Íslands. 13.8.2004 00:01 Þjófur gómaður í nótt Lögreglumenn náðu að góma þjóf eftir innbrot í söluturn í austurborginni í nótt. Hann braut rúðu til að komast inn og tilkynntu nágrannnar um brothljóðin. Þegar lögregla kom á vettvang var þjófurinn á bak og burt en náðist á bíl skömmu síðar með þýfið um borð og hefur hann játað á sig verknaðinn. 13.8.2004 00:01 17 ára á 111 innanbæjar Um miðnætti í gær voru tveir ungir ökumenn teknir fyrir ofsaakstur á Njarðarbraut í Reykjanesbæ að því er vefur Víkurfrétta greinir frá. Drengirnir, sem eru 17 og 18 ára, mældust á 111 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. 13.8.2004 00:01 Fannst látin við Hvítá Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, sem saknað hefur verið síðan á föstudag, fannst látin á bökkum Hvítár í gærkvöldi. Síðast sást til hennar við Gullfoss á föstudagskvöldið. Það var bóndinn á Kópsvatni í Hrunamannahreppi sem fann líkið fyrir tilviljun en í undirbúningi var að hefja skipulega leit. Ólöf lætur eftir sig tveggja ára son. 13.8.2004 00:01 Eldurinn kviknaði út frá grilli Karl og kona sluppu naumlega og ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Eldurinn mun hafa kviknað út frá gasgrilli sem stóð úti við og náði eldurinn að teygja sig upp eftir húsveggnum, alveg upp í þakskeggið, svo eldurinn komst í þakklæðningu. 13.8.2004 00:01 Olíuverð ekki hærra í 20 ár Olíu- og bensínverð er nú í tuttugu ára hámarki. Íslensku olíufélögin segja engar forsendur fyrir þessu verði og vonast til að verð hér á landi þurfi ekki að hækka frekar. Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu segir að spákaupmenn séu orðnir ótrúlega ósvífnir. 13.8.2004 00:01 Langhæsta stífla landsins Bráðabirgðavarnarstíflan við Kárahnjúka, sem nú hefur væntanlega lokið hlutverki sínu að mestu, er langhæsta stífla á landinu. Um þrjú þúsund malarhlöss af venjulegum vörubílum þurfti í hækkunina eftir að flóðin byrjuðu. 13.8.2004 00:01 Kópavogsbæ að kenna Aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að það sé stjórnendum Kópavogsbæjar sjálfum að kenna að bærinn skuli borga hærra verð fyrir vatn frá Orkuveitunni en önnur bæjarfélög. Það hefur kostað bæinn yfir sjötíu milljónir króna. 13.8.2004 00:01 Ólympíuleikarnir settir í kvöld Ólympíuleikarnir í Aþenu verða settir með formlegum hætti í kvöld. Björk Guðmundsdóttir syngur lag á opnunarathöfn Ólympíuleikanna þar sem saman verða komnir 75.000 áhorfendur úr öllum heimshornum. 13.8.2004 00:01 Tryggingastríð hafið Tryggingastríð er hafið milli banka og tryggingafélaga. Hvor aðilinn um sig lofar viðskiptavinum bestu kjörum, öryggi og umhyggju. Það eru aðeins Landsbankinn og tryggingafélagið Alliance sem eru komin fram á vígvöllinn, eins og málið stendur nú, en búast má við að fleiri aðilar séu að vígbúast. 13.8.2004 00:01 Skerðing upp á 11 þúsund tonn Skerðing aflamarksskipanna í þorski á komandi fiskveiðiári nemur um 11.000 tonnum, miðað við slægðan fisk, samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra hefur gefið út. Þetta er vegna línuívilnunar og veiðiheimilda sem færðar verða dagabátum samkvæmt lögum frá síðastliðnu vori. Fréttavefur LÍÚ greinir frá þessu. 13.8.2004 00:01 Öryggir strandflutningar tryggðir Stjórn Hafnasambands sveitarfélaga skorar á yfirvöld að sjá til þess að í samgönguáætlun, sem nú sé verið að endurskoða, verði gerð tillaga um leiðir til þess að tryggja örugga strandflutninga á Íslandi. 13.8.2004 00:01 Ormsteiti á Egilsstöðum hafið Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 er hafin. Í bítið í morgun hlykkjaðist Lagarfljótsormurinn um götur Egilsstaða í fylgd krakkanna í „Smiðju Ormsins í Fljótinu“. Saman vöktu þau íbúana með hljóðfæraslætti og söng og minntu á Ormsteiti sem stendur yfir næstu tíu daga. 13.8.2004 00:01 Ný aðkoma að Vinaskógi Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun á morgun opna nýja aðkomu og aðstöðu að Vinaskógi í Þingvallasveit. Það var frú Vigdís Finnbogadóttir sem stofnaði til vinaskógar í sinni forsetatíð og var það þá hefð að þjóðhöfðingjar, sem til Íslands komu, gróðursettu tré í Vinaskógi. 13.8.2004 00:01 Samnorrænn svifflugdagur á morgun Samnorrænn svifflugdagur verður haldinn á Sandskeiði á morgun, laugardag, og verður þá opið hús hjá Svifflugfélaginu á Sandskeiði. Allir eru velkomnir og ef einhvern langar til að bregða sér á loft í svifflugu þá er það hægt, gegn vægu gjaldi. Einnig verður boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð. 13.8.2004 00:01 Slökkviliðið með kynningu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins býður almenningi að kynnast starfi liðsins, tækjum þess og tólum, í návígi sunnudaginn 15. ágúst kl. 12-18 við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn veita fræðslu um eldvarnir og öryggi heimilanna. Börnum og fullorðnum gefst kostur á að skoða bíla og tæki í krók og kring og kynnast starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með ýmsum hætti.</font /> 13.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hitametið á Vestfjörðum fallið Hitametið á Vestfjörðum féll á Ísafirði í gær þegar hitamælir á Skeiði í Skutulsfirði fór í 25,5 stig um hálf þrjúleytið í gær að því er vestfirski fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá. Metið verður þó trúlega ekki skráð í sögubækur því þar er fyrir umdeild 28,8 stiga mæling frá Lambavatni á Rauðasandi. 14.8.2004 00:01
Persson heimsækir Davíð Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svía, og eiginkonu hans á heimili sínu í Fáfnisnesi síðdegis. Persson hjónin hafa undanfarna daga verið í einkaheimsókn á Íslandi í framhaldi af fundi forsætisráðherra Norðurlanda um síðustu helgi. Fjölmiðlum hefur verið boðið að vera viðstaddir heimsóknina. 14.8.2004 00:01
Amazing Race á Íslandi Tökulið og keppendur frá Amazing Race sjónvarpsþættinum vinsæla eru komnir til Íslands. Í þættinum keppa nokkur pör í eins konar ratleik um heiminn og vinnur það par sem er útsjónarsamast í ferðalögum sínum og fljótast í förum. 14.8.2004 00:01
Stórkostleg upplifun Ólympíuleikarnir voru settir í 28. sinn í Aþenu í gærkvöld. Setningarhátíðin þótti takast sérstaklega vel. Þetta telst hafa verið ein stærsta sýning sem sett hefur verið upp með yfir fjögur þúsund listamenn. Björk Guðmundsdóttir var í stóru hlutverki en hún söng lag sitt Oceania, óð til sjávarins sem ekki gerir greinarmun á lýði eða löndum. 14.8.2004 00:01
Davíð verður utanríkisráðherra Davíð Oddsson segir að hann muni setjast í sæti utanríkisráðherra þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra hinn 15. september næstkomandi. 14.8.2004 00:01
Björgunarsveit kölluð til Síðdegis í gær óskaði lögreglan í Keflavík eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík vegna bifreiðar sem ekið hafði út af Ísólfsskálavegi í hrauninu, skammt austan við Ísólfsskála. Ekki var vitað um hvernig bifreið var að ræða en vitað var að vegfarandi á jeppa hafði reynt að aðstoða fólkið án árangurs. 14.8.2004 00:01
Samtök um atferlisgreiningu Samtök áhugafólks sem vilja efla vöxt og viðgang atferlisgreiningar á Íslandi verða stofnuð í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Atferlisgreining er aðferð til að afla þekkingar á hegðun manna og annarra dýra með frum- og nytjarannsóknum, og tækni til að beita þekkingunni sem fengist hefur. 14.8.2004 00:01
Fjölmenni á tónleikum í Kerinu Talið er að þrjú til fjögur þúsund manns hafi verið á tónleikum á afar sérstæðum stað á Suðurlandi í dag. Tónleikarnir fóru fram í hinu eina sanna Keri í Grímsnesi, fimm þúsund ára gömlum eldgíg. 14.8.2004 00:01
Heiðin gröf við Kolkuás Gröf sem talin er heiðin fannst við Kolkuás, nálægt Hólum í Hjaltadal, í vikunni. Mannabein og svínakjálki voru í gröfinni. Fundurinn er afar óvæntur segja fræðimenn sem vinna að uppgreftri á svæðinu. 14.8.2004 00:01
Kraftmeiri með hverjum degi "Mér líður ágætlega, þetta er allt að koma," sagði Davíð Oddsson þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti síðan hann var lagður inn á sjúkrahús hinn 21. júlí. 14.8.2004 00:01
Davíð verður utanríkisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra gerir ráð fyrir að taka við starfi utanríkisráðherra þegar Halldór Ásgrímsson tekur við sem forsætisráðherra hinn 15. september næstkomandi. Hann segir að herþoturnar á Keflavíkurflugvelli fari hvergi. 14.8.2004 00:01
Davíð verður utanríkisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar að taka við utanríkisráðuneytinu 15. september þegar Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu. Hann segist vera að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. 14.8.2004 00:01
Mesur hiti á Hellu Veðurblíðan heldur áfram að leika við landsmenn og var gott veður um allt land í gær. Hæstur mældist hitinn á Hellu og var 25 stig þegar mest var. 14.8.2004 00:01
Fjölmenni á dönskum dögum Talið er að 8.500 manns séu í Stykkishólmi um helgina þar sem danskir dagar eru haldnir hátíðlegir. Er það margföldun á íbúafjölda en um 1.200 manns eru búsettir í Hólminum. 14.8.2004 00:01
Hundrað milljónir á land Guðmundur Einarsson ÍS frá Bolungarvík skilaði mestum verðmætum að landi af smábátum á síðasta ári. Aflaverðmætið var rétt tæpar 100 milljónir króna en þetta er sjötta árið í röð sem Guðmundur trónir á toppnum. 14.8.2004 00:01
Stjórnaskipti í Heimdalli Bolli Thoroddsen, 23 ára verkfræðinemi, var kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi þess í gær. Bolli hlaut 495 atkvæði en Helga Árnadóttir, sem einnig var í kjöri, 396. 14.8.2004 00:01
Starfsfólk undir miklu álagi Þingmenn eru á öndverðum meiði um ágæti sparnaðaraðgerða Landspítala. Pétur Blöndal telur enn hægt að hagræða í heilbrigðiskerfinu en Þuríður Backman hefur áhyggjur af afleiðingunum. </font /></b /> 14.8.2004 00:01
Sjúkraflutningamenn hóta uppsögnum Sjúkraflutningamenn við Kárahnjúka hótuðu uppsögnum vegna kjaramála og vinnuaðstæðna. Stöðugt eftirlit þarf með Impregilo til að launagreiðslur séu í lagi, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 14.8.2004 00:01
Húsbílaferð um landið Stærsti húsbílafloti sem farið hefur um Evrópu ferðast nú hringinn í kringum Ísland. Tveir Íslendingar standa að komu húsbílanna eitt hundrað og fjórtán hingað til lands en eigendur þeirra koma úr húsbílaklúbbum víðs vegar af Norðurlöndunum. 14.8.2004 00:01
Frestur landeigenda framlengdur Frestur landeigenda á Héraði til andmæla vegna fyrirhugaðs eignarnáms Landsvirkjunar á fimm jörðum hefur verið framlengdur um viku. Einn landeigendanna segir fullkomlega óeðlilegt að iðnaðarráðuneytið, sem sé beinn aðili að málinu, eigi að ákveða hvort Landsvirkjun fái leyfi til þess að leggja háspennulínu á Héraði. 14.8.2004 00:01
Samnorrænn svifflugdagur í dag Samnorrænn svifflugdagur var haldinn á Norðurlöndunum í dag. Hér á landi fór hann auðvitað fram á Sandskeiðinu. Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands, segir þennan dag helgast af því að svifflugmennirnir bjóði þeim sem vilji að fljúga. 14.8.2004 00:01
Paradís á jörð Hornstrandir skarta sínu fegursta í veðurblíðunni um þessar mundir. Töluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Hornstrandirnar í sumar til þess að njóta hrikalegrar náttúru og einstaks landslags. 14.8.2004 00:01
Brot og brák á hestbaki Tvær konur slösuðust þegar þær féllu af baki í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi. Önnur rifbeinsbrotnaði og hin brákaðist á hrygg. Þrennt var á ferð þegar hestar kvennanna fældust skyndilega og þær féllu af þeim. 13.8.2004 00:01
Fjölskylda slapp úr eldi Fjölskylda slapp naumlega og ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Talsverður eldur logaði í húsinu, sem er tveggja hæða raðhús, þegar fjölmennt slökkvilið kom á vettvang. 13.8.2004 00:01
Hvalaskoðunarbátur strandar Hvalaskoðunarbáturinn Náttfari frá Húsavík virðist vera óskemmdur eftir að hann strandaði með ferðamannahóp við Lundey, skammt frá Húsavík, í gærkvöldi. Sjötíu og sjö farþegar og fjórir skipverjar voru um borð og voru björgunarsveitir kallaðar út. 13.8.2004 00:01
Flóðið náði ekki upp í brúargólf Flóðið í Jöklu í gærkvöldi var mun minna en í fyrrakvöld og náði ekki upp í brúargólfið sem fór á kaf kvöldið áður. Flóðahættan virðist liðin hjá og er það í samræmi við reiknilíkan verkfræðistofunnar Vatnaskila um framvindu mála. 13.8.2004 00:01
Bíllinn vóg salt Ung kona upplifði skelfileg augnablik í bíl sínum vestur á Snæfellsnesi í gærkvöldi, sem líklega má líkja við hæga endursýningu í bíó, þegar bíll hennar vóg salt á vegkantinum um stund uns hann valt á hvolf ofan í læk. 13.8.2004 00:01
Borgarísjakar við Húnaflóa Stór borgarísjaki er á reki skammt frá landi undan Hornströndum út af Húnaflóa og einnig sást til borgarísjaka austar í gærkvöldi eða út af Skagatá, austan við Húnaflóa. Jakarnir eru á siglingaleiðum en þeir eiga að sjást í radar. 13.8.2004 00:01
Sjálfstjórn fiskimiða nauðsyn "Það er algjört grundvallaratriði að Íslendingar hafi sjálfsforræði yfir fiskimiðunum ef við göngum í Evrópusambandið," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ. 13.8.2004 00:01
Hannes er umdeildur "Hannes er umdeildur maður í þjóðfélaginu og innan Háskólans og telur sjálfur að krossferð hafi verið í gangi gegn honum," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, í dómsal í gær er málflutningur fór fram í lögbannsmáli Hannesar gegn Siðanefnd Háskóla Íslands. 13.8.2004 00:01
Þjófur gómaður í nótt Lögreglumenn náðu að góma þjóf eftir innbrot í söluturn í austurborginni í nótt. Hann braut rúðu til að komast inn og tilkynntu nágrannnar um brothljóðin. Þegar lögregla kom á vettvang var þjófurinn á bak og burt en náðist á bíl skömmu síðar með þýfið um borð og hefur hann játað á sig verknaðinn. 13.8.2004 00:01
17 ára á 111 innanbæjar Um miðnætti í gær voru tveir ungir ökumenn teknir fyrir ofsaakstur á Njarðarbraut í Reykjanesbæ að því er vefur Víkurfrétta greinir frá. Drengirnir, sem eru 17 og 18 ára, mældust á 111 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. 13.8.2004 00:01
Fannst látin við Hvítá Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, sem saknað hefur verið síðan á föstudag, fannst látin á bökkum Hvítár í gærkvöldi. Síðast sást til hennar við Gullfoss á föstudagskvöldið. Það var bóndinn á Kópsvatni í Hrunamannahreppi sem fann líkið fyrir tilviljun en í undirbúningi var að hefja skipulega leit. Ólöf lætur eftir sig tveggja ára son. 13.8.2004 00:01
Eldurinn kviknaði út frá grilli Karl og kona sluppu naumlega og ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Brekkubæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Eldurinn mun hafa kviknað út frá gasgrilli sem stóð úti við og náði eldurinn að teygja sig upp eftir húsveggnum, alveg upp í þakskeggið, svo eldurinn komst í þakklæðningu. 13.8.2004 00:01
Olíuverð ekki hærra í 20 ár Olíu- og bensínverð er nú í tuttugu ára hámarki. Íslensku olíufélögin segja engar forsendur fyrir þessu verði og vonast til að verð hér á landi þurfi ekki að hækka frekar. Olíumálaráðherra Sádi-Arabíu segir að spákaupmenn séu orðnir ótrúlega ósvífnir. 13.8.2004 00:01
Langhæsta stífla landsins Bráðabirgðavarnarstíflan við Kárahnjúka, sem nú hefur væntanlega lokið hlutverki sínu að mestu, er langhæsta stífla á landinu. Um þrjú þúsund malarhlöss af venjulegum vörubílum þurfti í hækkunina eftir að flóðin byrjuðu. 13.8.2004 00:01
Kópavogsbæ að kenna Aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að það sé stjórnendum Kópavogsbæjar sjálfum að kenna að bærinn skuli borga hærra verð fyrir vatn frá Orkuveitunni en önnur bæjarfélög. Það hefur kostað bæinn yfir sjötíu milljónir króna. 13.8.2004 00:01
Ólympíuleikarnir settir í kvöld Ólympíuleikarnir í Aþenu verða settir með formlegum hætti í kvöld. Björk Guðmundsdóttir syngur lag á opnunarathöfn Ólympíuleikanna þar sem saman verða komnir 75.000 áhorfendur úr öllum heimshornum. 13.8.2004 00:01
Tryggingastríð hafið Tryggingastríð er hafið milli banka og tryggingafélaga. Hvor aðilinn um sig lofar viðskiptavinum bestu kjörum, öryggi og umhyggju. Það eru aðeins Landsbankinn og tryggingafélagið Alliance sem eru komin fram á vígvöllinn, eins og málið stendur nú, en búast má við að fleiri aðilar séu að vígbúast. 13.8.2004 00:01
Skerðing upp á 11 þúsund tonn Skerðing aflamarksskipanna í þorski á komandi fiskveiðiári nemur um 11.000 tonnum, miðað við slægðan fisk, samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra hefur gefið út. Þetta er vegna línuívilnunar og veiðiheimilda sem færðar verða dagabátum samkvæmt lögum frá síðastliðnu vori. Fréttavefur LÍÚ greinir frá þessu. 13.8.2004 00:01
Öryggir strandflutningar tryggðir Stjórn Hafnasambands sveitarfélaga skorar á yfirvöld að sjá til þess að í samgönguáætlun, sem nú sé verið að endurskoða, verði gerð tillaga um leiðir til þess að tryggja örugga strandflutninga á Íslandi. 13.8.2004 00:01
Ormsteiti á Egilsstöðum hafið Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 er hafin. Í bítið í morgun hlykkjaðist Lagarfljótsormurinn um götur Egilsstaða í fylgd krakkanna í „Smiðju Ormsins í Fljótinu“. Saman vöktu þau íbúana með hljóðfæraslætti og söng og minntu á Ormsteiti sem stendur yfir næstu tíu daga. 13.8.2004 00:01
Ný aðkoma að Vinaskógi Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun á morgun opna nýja aðkomu og aðstöðu að Vinaskógi í Þingvallasveit. Það var frú Vigdís Finnbogadóttir sem stofnaði til vinaskógar í sinni forsetatíð og var það þá hefð að þjóðhöfðingjar, sem til Íslands komu, gróðursettu tré í Vinaskógi. 13.8.2004 00:01
Samnorrænn svifflugdagur á morgun Samnorrænn svifflugdagur verður haldinn á Sandskeiði á morgun, laugardag, og verður þá opið hús hjá Svifflugfélaginu á Sandskeiði. Allir eru velkomnir og ef einhvern langar til að bregða sér á loft í svifflugu þá er það hægt, gegn vægu gjaldi. Einnig verður boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð. 13.8.2004 00:01
Slökkviliðið með kynningu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins býður almenningi að kynnast starfi liðsins, tækjum þess og tólum, í návígi sunnudaginn 15. ágúst kl. 12-18 við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn veita fræðslu um eldvarnir og öryggi heimilanna. Börnum og fullorðnum gefst kostur á að skoða bíla og tæki í krók og kring og kynnast starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með ýmsum hætti.</font /> 13.8.2004 00:01