Innlent

Ný aðkoma að Vinaskógi

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun á morgun opna nýja aðkomu og aðstöðu að Vinaskógi í Þingvallasveit.  Það var frú Vigdís Finnbogadóttir sem stofnaði til vinaskógar í sinni forsetatíð og var það þá hefð að þjóðhöfðingjar, sem til Íslands komu, gróðursettu tré í Vinaskógi. Frú Vigdís verður viðstödd athöfnina á morgun og mun ásamt Ólafi Ragnari gróðursetja þar tré, auk þess sem þau munu flytja ávörp. Athöfnin hefst klukkan 16.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×