Innlent

Hannes er umdeildur

"Nú hafi menn, sem hann hefur kannski vikið einhverju orði að í beittum ádeilum á vettvangi þjóðfélagsins, hugsað sér gott til glóðarinnar og geti nú komið fram á hendur honum einhverjum ávirðingum á vettvangi þessarar nefndar. Það læðast að honum grunsemdir um það," sagði Jón Steinar. Hann sagði að hagsmunir Hannesar væru í húfi því ef siðanefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að Hannes hefði brotið gegn starfsreglum nefndarinnar gæti úrskurðurinn, jafnvel þótt hann væri löglaus, verið notaður gegn starfsheiðri Hannesar, jafnvel þótt dómstólar úrskurðuðu síðar að siðanefndin hefði ekki rétt á að fjalla um málið. Hannes hefur höfðað mál á hendur siðanefndinni þar sem hann fer fram á að kæru dætra Halldórs Laxness til siðanefndar vegna bókar Hannesar um nóbelskáldið verði vísað frá. Málið verður þingfest 2. september, en lögbannskrafan snýst um það hvort siðanefndin fái að fjalla um kæruna á hendur Hannesi áður en dómstólar fella úrskurð um frávísunarkröfuna. Sýslumaður hafnaði beiðninni í lok síðasta mánuðar. Gestur Jónsson, verjandi siðanefndarinnar, krafðist frávísunar. Búist er við úrskurði héraðsdóms í næstu viku.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×