Innlent

Davíð verður utanríkisráðherra

Davíð Oddsson segir að hann muni setjast í sæti utanríkisráðherra þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra hinn 15. september næstkomandi. Davíð hefur verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur og segist munu fara sér hægt af stað í fyrstu á meðan starfsorka hans skilar sér. Hann tók á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svía, í dag á heimili sínu og ræddi við blaðamenn að heimsókninni lokinni, í fyrsta skipti síðan hann var fluttur á sjúkrahús og skorinn upp vegna æxlis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×