Innlent

Fjölmenni á dönskum dögum

Talið er að 8.500 manns séu í Stykkishólmi um helgina þar sem danskir dagar eru haldnir hátíðlegir. Er það margföldun á íbúafjölda en um 1.200 manns eru búsettir í Hólminum. Tjaldað er á hverjum auðum bletti og húsbílar skipta tugum. Danskan er auðvitað í hávegum höfð auk alls þess sem danskt er. Allt hafði farið vel fram í gær og lögregla og aðstandendur hátíðarhaldanna í skýjunum. Veðrið spillti ekki fyrir, hitinn var hátt í 20 stig og nánast lygnt, sem ku ekki vera algengt í Stykkishólmi. Bryggjuball og flugeldasýning voru meðal dagskrárliða í gærkvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×