Innlent

Bíllinn vóg salt

Ung kona upplifði skelfileg augnablik í bíl sínum vestur á Snæfellsnesi í gærkvöldi, sem líklega má líkja við hæga endursýningu í bíó, þegar bíll hennar vóg salt á vegkantinum um stund uns hann valt á hvolf ofan í læk. Tildrög voru þau að hún lenti í árekstri við jeppa, skammt frá Kvíabryggju, en við það kastaðist bíll hennar út á vegbrúnina og hálfur framaf. Konunni var þegar komið til hjálpar og slapp hún nær ómeidd frá þessu en var nokkuð brugðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×