Innlent

Borgarísjakar við Húnaflóa

Stór borgarísjaki er á reki skammt frá landi undan Hornströndum út af Húnaflóa og einnig sást til borgarísjaka austar í gærkvöldi eða út af Skagatá, austan við Húnaflóa. Jakarnir eru á siglingaleiðum en þeir eiga að sjást í radar. Borgarísjaka rekur af og til inn á þetta svæði síðsumars en yfirleitt ekki fyrr en í september. Myndin er frá Húnaflóa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×