Innlent

Hitametið á Vestfjörðum fallið

Hitametið á Vestfjörðum féll á Ísafirði í gær þegar hitamælir á Skeiði í Skutulsfirði fór í 25,5 stig um hálf þrjúleytið í gær að því er vestfirski fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá. Metið verður þó trúlega ekki skráð í sögubækur því þar er fyrir umdeild 28,8 stiga mæling frá Lambavatni á Rauðasandi. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það met hafi ávallt verið litið hornauga enda mælt við ófullkomnar aðstæður. Næst hæst hafði hiti áður komist í 24,8 stig á Þórustöðum í Önundarfirði. Myndin er frá Ísafirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×