Innlent

Mesur hiti á Hellu

Veðurblíðan heldur áfram að leika við landsmenn og var gott veður um allt land í gær. Hæstur mældist hitinn á Hellu og var 25 stig þegar mest var. Á Vestfjörðum mældist mestur hiti í Bolungarvík og var 19 stig. Á Akureyri mældist 17 stiga hiti og á Egilstöðum náði hann 18 stigum sem og á Kirkjubæjarklaustri. Pálína Kristinsdóttir, hjá Söluskálanum Vegamótum skammt frá Hellu segist ekki hafa haft undan við afgreiðslu á ís og köldum drykkjum. Mikið er af ferðamönnum á Hellu um helgina vegna töðugjalda, en Pálína segist langt frá því að vera uppiskroppa með birgðir enda sé hún sjóuð í þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun hitastig lækka um allt land á næstu dögum en veður verður enn gott, sérstaklega á Austurlandi. Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið undanfarna daga, síðast í fyrradag á Vestfjörðum þegar hiti mældist 26 stig á Ströndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×