Innlent

Öryggir strandflutningar tryggðir

Stjórn Hafnasambands sveitarfélaga skorar á yfirvöld að sjá til þess að í samgönguáætlun, sem nú sé verið að endurskoða, verði gerð tillaga um leiðir til þess að tryggja örugga strandflutninga á Íslandi. Áskorun þessi kemur í kjölfar þess að Eimskipafélag Íslands hefur ákveðið að hætta rekstri strandsiglingskipa og auka þess í stað landflutninga. Þetta þykir stjórn Hafnasambandsins slæmar fréttir þar sem sjóflutningar hafi marga kosti fram yfir landflutninga, meðal annars hvað varðar öryggi, slit á vegum, mengun og fleiri þætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×