Innlent

Þjófur gómaður í nótt

Lögreglumenn náðu að góma þjóf eftir innbrot í söluturn í austurborginni í nótt. Hann braut rúðu til að komast inn og tilkynntu nágrannnar um brothljóðin. Þegar lögregla kom á vettvang var þjófurinn á bak og burt en náðist á bíl skömmu síðar með þýfið um borð og hefur hann játað á sig verknaðinn. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×